Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   fös 31. maí 2024 16:30
Elvar Geir Magnússon
Stuðningsmenn Real Madrid í Barcelona flugvél
Mynd: X
Annað kvöld verður úrslitaleikur Real Madrid og Borussia Dortmund í Meistaradeildinni á Wembley leikvangnum í Lundúnum.

Margir flugu til bresku höfuðborgarinnar í dag og einhverjir 'óheppnir' stuðningsmenn Real Madrid þurftu að ferðast í flugvél með merki og einkennislitum erkifjendanna í Barcelona.

Flugfélagið Vueling er með samstarfssamning við kvennalið Barcelona og ein af vélum þess er sérstaklega merkt liðinu. Ekki er vitað hvort einhverjir stuðningsmenn hafi hreinlega neitað að stíga um borð í vélina.

Úrslitaleikurinn verður klukkan 19 annað kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner