Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   fös 31. maí 2024 21:58
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland með annan fótinn á EM
Þýska liðið er komið langleiðina með að tryggja sig á EM
Þýska liðið er komið langleiðina með að tryggja sig á EM
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þýska kvennalandsliðið er komið með annan fótinn á Evrópumótið í Sviss eftir að það vann 4-1 sigur á Póllandi í undankeppninni í kvöld.

Pólland komst nokkuð óvænt í forystu er innan við mínúta var liðin af leiknum.

Natalia Padilla gerði markið en pólska liðinu tókst að halda forystu í rúmar þrjátíu mínútur áður en Wiktoria Zieniewicz kom boltanum í eigið net.

Þjóðverjar kláruðu dæmið á síðasta stundarfjórðungi leiksins. Lea Schuller skoraði annað markið áður en Giulia Gwinn gerði tvö mörk með fjögurra mínútna millibili.

Heimakonur þurftu heldur betur að hafa fyrir þessum sigri en liðið er með 9 stig á toppnum, fimm stigum á undan Austurríki og Íslandi.

Það er alveg óhætt að segja að Þýskaland sé komið með annan fótinn á EM en það getur tryggt sætið í seinni leiknum gegn Póllandi á þriðjudag.
Athugasemdir
banner
banner