Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
banner
   fös 31. maí 2024 14:30
Elvar Geir Magnússon
Vildi ekki taka þátt í baráttu gegn hommafóbíu og var dæmdur í bann
Camara límdi yfir skilaboðin.
Camara límdi yfir skilaboðin.
Mynd: X
Mohamed Camara miðjumaður Mónakó hefur verið dæmdur í fjögurra leikja bann eftir að hann huldi skilaboð um baráttu gegn hommafóbíu á treyju sinni.

Þessi 24 ára landsliðsmaður Malí límdi hvítt límband yfir merki herferðar gegn hommafóbíu en hann vildi alls ekki taka þátt í henni.

Aganefnd franska fótboltasambandsins fundaði með Camara í kjölfarið og dæmdi hann í bann. Amelie Oudea-Castera íþróttamálaráðherra Frakklands hafði sagt í útvarpsviðtali að leikmaðurinn ætti skilið harða refsingu.

Umrætt merki var á treyjum allra liða í lokaumferð frönsku deildarinnar og merki deildarinnar var í regnbogalitunum. Camara límdi líka yfir það merki.

Fótboltasamband Malí sendi frá sér yfirlýsingu til stuðnings Camara og segja hann hafa réttindi á sinni afstöðu sem sé af trúarlegum ástæðum.
Athugasemdir
banner
banner
banner