Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
banner
þriðjudagur 19. nóvember
Þjóðadeildin
sunnudagur 17. nóvember
U21 - Vináttuleikur
laugardagur 16. nóvember
Þjóðadeildin
U19 karla - Undank. EM 2025
fimmtudagur 7. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 5. nóvember
Undankeppni EM U17
sunnudagur 27. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 24. október
Vináttulandsleikur
Sambandsdeildin
sunnudagur 20. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 19. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
þriðjudagur 15. október
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
mánudagur 14. október
Landslið karla - Þjóðadeild
föstudagur 11. október
fimmtudagur 10. október
Undankeppni EM U21 karla
sunnudagur 6. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 5. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 3. október
Sambandsdeild Evrópu
mánudagur 30. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 29. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
föstudagur 27. september
Fótbolti.net bikarinn
miðvikudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
mánudagur 23. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
sunnudagur 22. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
laugardagur 21. september
Mjólkurbikarinn - Úrslit
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 20. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 19. september
Lengjudeild karla - Umspil
miðvikudagur 18. september
Lengjudeildin - Umspil
mánudagur 16. september
Besta-deild karla
föstudagur 13. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla
fimmtudagur 12. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
þriðjudagur 10. september
Undankeppni EM U21
Æfingamót í Slóveníu
mánudagur 9. september
Þjóðadeildin
laugardagur 7. september
Meistaradeild kvenna - forkeppni
Lengjudeild karla
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Lengjudeild kvenna
Æfingamót U19 karla
föstudagur 6. september
Þjóðadeildin
Undankeppni EM U21
fimmtudagur 5. september
Æfingamót U19 karla
miðvikudagur 4. september
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
fimmtudagur 21. nóvember
EUROPE: Champions League, Group stage - Women
Valerenga W - Bayern W - 17:45
Hammarby W - Manchester City W - 17:45
Arsenal W - Juventus W - 20:00
St. Polten W - Barcelona W - 20:00
Bikarkeppni
Jove Espanol - Real Sociedad - 20:00
mán 15.apr 2019 16:00 Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Magazine image

Spá Fótbolta.net - 8. sæti: Fylkir

Sérfræðingar Fótbolta.net spá því að Fylkir endi í 8. sæti í Pepsi Max-deildinni í sumar. Fréttaritarar spá í deildina en þeir raða liðunum upp í röð og það lið sem er í efsta sæti fær 12 stig, annað sæti 11 og svo koll af kolli niður í tólfta sæti sem gefur eitt stig. Fylkir endar í 8. sæti ef spáin rætist.

Mynd/Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Mynd/Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. Fylkir 45 stig
9. Grindavík 35 stig
10. ÍBV 34 stig
11.Víkingur R. 25 stig
12. HK 12 stig

Um liðið: Árbæingar voru nýliðar í Pepsi-deildinni í fyrra og enduðu í 8. sæti með 26 stig. Þeir sluppu alveg við fallbaráttu í fyrra. Undirbúningstímabilið hefur gengið vel hjá Fylki sem hefur spilað marga leiki á heimavelli sínum í vetur. Liðið tapaði ekki leik í Lengjubikarnum en endaði tveimur stigum á eftir KR.

Þjálfari - Helgi Sigurðsson: Helgi tók við Fylkisliðinu fyrir sumarið 2017 þegar liðið var í Inkasso-deildinni. Hann fór upp með Fylki á fyrsta tímabili og í fyrra endaði liðið í 8. sæti deildarinnar. Helgi var aðstoðarþjálfari hjá Víkingum áður en hann tók við Fylki. Helgi átti farsælan feril sem framherji á sínum tíma en hann lék bæði heima sem og erlendis með liðum eins og Panathinaikos, AGF og Stabæk. Þá skoraði Helgi tíu mörk í 62 leikjum með íslenska landsliðinu á ferli sínum.

Styrkleikar: Liðið er byggt upp á sama kjarna og síðustu ár. Leikmenn þekkjast vel og liðið að fara inn í sitt þriðja tímabil undir stjórn Helga Sig. Menn eru tilbúnir að fórna sér fyrir félagið. Þeir hafa á að skipa hröðum sóknarmönnum sem gæti verið hættulegt vopn hjá annars skipulögðu liði.

Veikleikar: Fylkir náðu í næst fæst stig allra liða í Pepsi-deildinni í fyrra á útivelli og það er eitthvað sem þeir þurfa að breyta í sumar. Tveir markahæstu leikmenn liðsins frá því í fyrra eru horfnir á braut og nú þarf Helgi Sig að finna nýja markaskorara. Annað tímabil í efstu deild hefur reynst félögum oft erfitt.

Lykilmenn: Ólafur Ingi Skúlason og Helgi Valur Daníelsson. Tveir reynslu estu leikmenn liðsins. Þeir þurfa að drífa liðið áfram ef ekki á illa að fara. Helgi Valur hefur spilað vel á undirbúningstímabilinu og er að finna sitt gamla form.

Gaman að fylgjast með: Sam Hewson. Einn af reyndari miðjumönnum deildarinnar gekk í raðir Fylkis frá Grindavík í vetur. Kröftugur miðjumaður sem á að fylla skarð Ásgeirs Barkar.

Spurningamerkið: Tveir markahæstu leikmenn liðsins eru farnir frá liðinu. Hver skorar mörkin fyrir Fylki í sumar?

Völlurinn: Annað árið er í röð leikur Fylkir heimaleiki sína á gervigrasvelli með nýlegri stúku. Glæsileg stúka er á svæðinu og er heimavöllur Fylkis því orðinn einn sá glæsilegasti á höfuðborgasvæðinu.

Þjálfarinn segir - Helgi Sigurðsson
„Það var alltaf verið að spá okkur þessi sæti í gegnum veturinn. Það er ekkert sem er að koma mikið á óvart. Þetta er sætið sem við lentum í, í fyrra. Það mátti búast við þessu þrátt fyrir að við séum nánast taplausir í allan vetur. Ég veit ekki hvað menn eru að miða við í þessari spá en við erum held ég búnir að tapa einum fótboltaleik í vetur, sem var úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins. Hin liðin hljóta að vera mjög góð. Ég er mjög ánægður með liðið og við höfum staðið okkur mjög vel í vetur og unnið flesta leiki. Við stefnum hærra en 8. sætið en gerum okkur grein fyrir því að það getur brugðið til beggja vona en 8. sætið yrði ásættanlegur árangur en við viljum helst fara hærra."

Komnir:
Arnór Gauti Ragnarsson frá Breiðabliki
Leonard Sigurðsson frá Keflavík
Sam Hewson frá Grindavík
Tristan Koskor frá Tammeka

Farnir:
Albert Brynjar Ingason í Fjölni
Ásgeir Börkur Ásgeirsson í HK
Ásgeir Örn Arnþórsson í Aftureldingu
Elís Rafn Björnsson í Stjörnuna
Jonathan Glenn í ÍBV
Oddur Ingi Guðmundsson

Fyrstu fimm leikir Fylkis:
27. apríl ÍBV - Fylkir
5. maí Fylkir - ÍA
12. maí KR - Fylkir
16. maí Fylkir - Valur
20. maí Grindavík - Fylkir

Sjá einnig:
Sjá einnig:
Hin hliðin - Ari Leifsson
Niðurtalningin: Fylkir - Aron Snær og Ragnar Bragi

Leikmenn Fylkis sumarið 2019:
Andrés Már Jóhannesson
Andri Þór Jónsson
Ari Leifsson
Aron Snær Friðriksson
Arnór Gauti Ragnarsson
Axel Andri Antonsson
Ásgeir Eyþórsson
Benedikt Daríus Garðarsson
Bjarki Ragnar Sturlaugsson
Björn Metúsalem Aðalsteinsson
Daði Ólafsson
Daníel Steinar Kjartansson
Davíð Þór Ásbjörnsson
Emil Ásmundsson
Gylfi Gestsson
Hákon Ingi Jónsson
Orri Sveinn Stefánsson
Ólafur Ingi Skúlason
Ragnar Bragi Sveinsson
Valdimar Þór Ingimundarson
Sam Hewson
Leonard Sigurðarson
Ólafur Kristófer Helgason
Helgi Valur Daníelsson
Kristófer Leví Sigtryggsson
Tristan Koskor

Spámennirnir: Arnar Daði Arnarsson, Arnar Helgi Magnússon, Benedikt Bóas Hinriksson, Daníel Geir Mortiz, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Gunnar Birgsson, Hafliði Breiðfjörð, Magnús Már Einarsson, Tómas Þór Þórðarson
Athugasemdir
banner