Man Utd vill Ait-Nouri og hefur líka áhuga á Nkunku - Fulham og Leicester vilja fá Ferguson lánaðan - Dyche með fullan stuðning
þriðjudagur 19. nóvember
Þjóðadeildin
sunnudagur 17. nóvember
U21 - Vináttuleikur
laugardagur 16. nóvember
Þjóðadeildin
U19 karla - Undank. EM 2025
fimmtudagur 7. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 5. nóvember
Undankeppni EM U17
sunnudagur 27. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 24. október
Vináttulandsleikur
Sambandsdeildin
sunnudagur 20. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 19. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
þriðjudagur 15. október
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
mánudagur 14. október
Landslið karla - Þjóðadeild
föstudagur 11. október
fimmtudagur 10. október
Undankeppni EM U21 karla
sunnudagur 6. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 5. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 3. október
Sambandsdeild Evrópu
mánudagur 30. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 29. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
föstudagur 27. september
Fótbolti.net bikarinn
miðvikudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
mánudagur 23. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
sunnudagur 22. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
laugardagur 21. september
Mjólkurbikarinn - Úrslit
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 20. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 19. september
Lengjudeild karla - Umspil
miðvikudagur 18. september
Lengjudeildin - Umspil
mánudagur 16. september
Besta-deild karla
föstudagur 13. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla
fimmtudagur 12. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
þriðjudagur 10. september
Undankeppni EM U21
Æfingamót í Slóveníu
mánudagur 9. september
Þjóðadeildin
laugardagur 7. september
Meistaradeild kvenna - forkeppni
Lengjudeild karla
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Lengjudeild kvenna
Æfingamót U19 karla
föstudagur 6. september
Þjóðadeildin
Undankeppni EM U21
fimmtudagur 5. september
Æfingamót U19 karla
miðvikudagur 4. september
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
miðvikudagur 27. nóvember
WORLD: International Friendlies
Ulsan Citizen 0 - 0 Vietnam
fim 08.okt 2015 17:00 Mynd: Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
Magazine image

Adrenalínfíkill sem lærði að hemja skapið

Í byrjun ársins 2012 átti Ari Freyr Skúlason einungis einn landsleik að baki. Ari var þá að verða 25 ára og hafði lítið verið inni í myndinni í íslenska landsliðinu. Ari átti erfitt með að hemja skap sitt og safnaði spjöldum í leikjum með GIF Sundsvall í Svíþjóð. Ari spilaði á miðjunni þar en eftir að hann fékk tækifærið í vinstri bakverðinum hjá íslenska landsliðinu árið 2012 hefur hann ekki látið stöðuna af hendi og er nú á leið á EM næsta sumar. Fótbolti.net settist niður með Ara í vikunni og ræddi við hann um landsliðið, unglingsárin í Hollandi, reiðistjórnun og mótorhjól.

Ari fagnar frænkum sigri á Hollendingum.  Hann fór fimmtán ára gamall út til Heerenveen þar sem hann spilaði í tvö ár.  „Foreldrar mínir stóðu ekki í vegi fyrir mér. Þeir vissu að þetta myndu koma einhverntímann. Ég tók af skarið og flutti út þar sem ég bjó hjá fjölskyldu. Ég sé ekki eftir þessu þó að fyrstu vikurnar hafi verið erfiðar þegar maður kunni ekki tungumálið og átti enga vini. Ef ég gæti farið aftur í tímann þá myndi ég líka fara svona ungur út.“
Ari fagnar frænkum sigri á Hollendingum. Hann fór fimmtán ára gamall út til Heerenveen þar sem hann spilaði í tvö ár. „Foreldrar mínir stóðu ekki í vegi fyrir mér. Þeir vissu að þetta myndu koma einhverntímann. Ég tók af skarið og flutti út þar sem ég bjó hjá fjölskyldu. Ég sé ekki eftir þessu þó að fyrstu vikurnar hafi verið erfiðar þegar maður kunni ekki tungumálið og átti enga vini. Ef ég gæti farið aftur í tímann þá myndi ég líka fara svona ungur út.“
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Ef ég gæti farið aftur í tímann þá myndi ég líka fara svona ungur út.“
,,Ef ég gæti farið aftur í tímann þá myndi ég líka fara svona ungur út.“
Mynd/Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
,,Ég er heppinn að koma inn á réttum tímapunkti og hef ekki sleppt stöðunni síðan þá.  Þetta hefur verið ótrúlegt ferðalag.
,,Ég er heppinn að koma inn á réttum tímapunkti og hef ekki sleppt stöðunni síðan þá. Þetta hefur verið ótrúlegt ferðalag.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Ég var svakalegur striker í yngri flokkunum og síðan spilaði ég á kantinum í Hollandi.  Eftir það hef ég færst aftar og aftar.
,,Ég var svakalegur striker í yngri flokkunum og síðan spilaði ég á kantinum í Hollandi. Eftir það hef ég færst aftar og aftar.
Mynd/Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
,Manni langaði að gráta.  Það var sárast hvernig við spiluðum þennan leik.  Þetta voru ekki við.  Við fórum í smá panik.
,Manni langaði að gráta. Það var sárast hvernig við spiluðum þennan leik. Þetta voru ekki við. Við fórum í smá panik.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Ég bað Sigga Dúllu um að koma með símann út á völl til að ég myndi ná því öllu.  Ég á svona 30 vídjó af þessu og ég fæ alltaf gæsahúð þegar ég horfi á þetta.“
,,Ég bað Sigga Dúllu um að koma með símann út á völl til að ég myndi ná því öllu. Ég á svona 30 vídjó af þessu og ég fæ alltaf gæsahúð þegar ég horfi á þetta.“
Mynd/Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
„Manni leið ekkert geðveikt vel eftir leikinn á móti (Gareth) Bale. Sem betur fer var það æfingaleikur. Við vorum ekki með plan fyrir Bale og maður var mikið einn á móti einum.  Ég hef aldrei mætt jafn fljótum leikmanni.“
„Manni leið ekkert geðveikt vel eftir leikinn á móti (Gareth) Bale. Sem betur fer var það æfingaleikur. Við vorum ekki með plan fyrir Bale og maður var mikið einn á móti einum. Ég hef aldrei mætt jafn fljótum leikmanni.“
Mynd/
,,Ég gleymi því til dæmis ekki þegar ég var að spila með U17 ára landsliðinu og vann skallabolta gegn framherja þeirra sem var 1,95. Svipurinn á honum var ógleymanlegur.“
,,Ég gleymi því til dæmis ekki þegar ég var að spila með U17 ára landsliðinu og vann skallabolta gegn framherja þeirra sem var 1,95. Svipurinn á honum var ógleymanlegur.“
Mynd/Hilmar Þór Guðmundsson
„Ég fékk hjálp í Svíþjóð frá þjálfara sem sérhæfir sig í andlegu hliðinni.  Ég fékk bók sem ég las ég fór að einbeita mér að réttu hlutunum frekar en að missa sig yfir einhverju sem maður getur ekki breytt.  Ég notaði hjálparorð til að róa mig niður.“
„Ég fékk hjálp í Svíþjóð frá þjálfara sem sérhæfir sig í andlegu hliðinni. Ég fékk bók sem ég las ég fór að einbeita mér að réttu hlutunum frekar en að missa sig yfir einhverju sem maður getur ekki breytt. Ég notaði hjálparorð til að róa mig niður.“
Mynd/Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
„Konan mín (Erna Kristín Ottósdóttir) var frábær og þetta þetta breyttist líka allt eftir að strákurinn minn fæddist árið 2011.  Þá áttaði ég mig á því að það væri ekki hægt að taka pirringinn með heim.
„Konan mín (Erna Kristín Ottósdóttir) var frábær og þetta þetta breyttist líka allt eftir að strákurinn minn fæddist árið 2011. Þá áttaði ég mig á því að það væri ekki hægt að taka pirringinn með heim.
Mynd/Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
„Ég fór í fyrsta tattúið fimmtán ára og svo varð þetta að veiki. Ég er búinn að eyða nokkrum klukkutímum í þetta og ég hef sett tattú á mig í öllum löndum sem ég hef búið í.
„Ég fór í fyrsta tattúið fimmtán ára og svo varð þetta að veiki. Ég er búinn að eyða nokkrum klukkutímum í þetta og ég hef sett tattú á mig í öllum löndum sem ég hef búið í.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Þegar ferillinn verður búinn þá verður eitt stykki mótorhjól sett í bílskúrinn. Það er geggjað að keyra hratt og ég er adrenalínfíkill.
,,Þegar ferillinn verður búinn þá verður eitt stykki mótorhjól sett í bílskúrinn. Það er geggjað að keyra hratt og ég er adrenalínfíkill.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Ég fór einu sinni í fallhlífarstökk og það var geggjað. Þetta breytist aðeins þegar maður eignaðist börn en ég á örugglega eftir að fara aftur í fallhlífarstökk síðar.“
,,Ég fór einu sinni í fallhlífarstökk og það var geggjað. Þetta breytist aðeins þegar maður eignaðist börn en ég á örugglega eftir að fara aftur í fallhlífarstökk síðar.“
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég og bróðir minn vorum að tala um markið hans Giovani van Bronckhorst á HM þegar hann klíndi honum í skeytin af 35 metrunum.  Það væri andskoti ljúft að setja eitt þannig.  Það væri draumur.
„Ég og bróðir minn vorum að tala um markið hans Giovani van Bronckhorst á HM þegar hann klíndi honum í skeytin af 35 metrunum. Það væri andskoti ljúft að setja eitt þannig. Það væri draumur.
Mynd/Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
Ari Freyr byrjaði að æfa fótbolta fjögurra ára en hann spilaði með Val í yngri flokkunum. „Eldri bróðir minn, sem er fimm árum eldri, fór í strætó úr Breiðholtinu niður í Valsheimili og þá þurfti ég líka að vera Valsari. Ég bjó í Breiðholtinu og síðan í Fram hverfinu. Ég var samt Valsari þó að vinir mínir væru Framarar,” segir Ari um uppeldisárin.

Myndi fara aftur út svona snemma
Þegar Ari var fimmtán ára gamall bauðst honum að ganga til liðs við hollenska félagið Heerenveen. Ari hikaði ekki við að flytja út. „Foreldrar mínir stóðu ekki í vegi fyrir mér. Þeir vissu að þetta myndu koma einhverntímann. Ég tók af skarið og flutti út þar sem ég bjó hjá fjölskyldu. Ég sé ekki eftir þessu þó að fyrstu vikurnar hafi verið erfiðar þegar maður kunni ekki tungumálið og átti enga vini. Ef ég gæti farið aftur í tímann þá myndi ég líka fara svona ungur út.“

Ari var í tvö ár hjá Heerenveen en 17 ára gamall flutti hann aftur heim til Íslands eftir að hollenska félagið ákvað að framlengja ekki samning sinn við hann. Ari segist hafa þurft að rífa sig í gang á þessum tíma.

„Ég var kominn út og hélt þá að þetta væri bara komið. Ég fékk síðan þjálfara sem hafði ekki trú á mér og þá gaf ég skít í þetta. Ég fór heim því að ég var ekki í andlegu standi og það tók tíma að verða ég sjálfur aftur,“ segir Ari.

Ari flutti heim sumarið 2005 og fór að spila með 2. flokki Vals. Frá og með haustinu fékk hann fleiri tækifæri í meistaraflokki og varð fastamaður í liðinus sumarið 2006.

„Þegar ég hugsa til baka þá skil ég nákvæmlega af hverju ég var ekki með meistaraflokki 2005. Willum (Þór Þórsson) sparkaði í rassgatið á mér og gerði nákvæmlega það sem þurfti að gera til að koma mér á rétta braut aftur. Hann var harður. Maður var einn af yngstu strákunum og var að sækja bolta í háa grasinu, maður fékk að heyra það í ungir-gamlir og maður var sparkaður niður. Þetta var akkúrat það sem maður þurfti.“

„,Ég tel mig vera heppinn. Lars er frá þessu svæði í Svíþjóð og hann hafði séð mig spila fullt af leikjum. Ég var heppinn að hann tók við og ákvað að setja mig í vinstri bakvörðinn.“
Heppinn að koma inn á réttum tímapunkti
Eftir góða frammistöðu með Val fyrri hluta sumars 2006 keypti sænska félagið Hacken síðan Ara. Árið 2007 fór Ari til GIF Sundsvall þar sem hann varð lykilmaður. Eftir að Lars Lagerback tók við íslenska landsliðinu fékk Ari tækifæri þar og síðan þá hefur hann ekki litið til baka.

„Ég tel mig vera heppinn. Lars er frá þessu svæði í Svíþjóð og hann hafði séð mig spila fullt af leikjum. Ég var heppinn að hann tók við og ákvað að setja mig í vinstri bakvörðinn. Við vorum með Bjarna Ólaf, Hjört Loga og Indriða Sig en það var enginn fastur með stöðuna. Ég er heppinn að koma inn á réttum tímapunkti og hef ekki sleppt stöðunni síðan þá. Þetta hefur verið ótrúlegt ferðalag,“ sagði Ari sem eignaði sér vinstri bakvörðinn í landsliðinu þó að það hafi ekki verið hans staða með félagsliðum.

„Ég var svakalegur striker í yngri flokkunum og síðan spilaði ég á kantinum í Hollandi. Eftir það hef ég færst aftar og aftar. Það er kostur að geta spilað margar stöður en það er líka ókostur að maður sé alltaf flakkandi,“ segir Ari sem gekk í raðir OB í Danmörku árið 2013 með það fyrir augum að spila í vinstri bakverði. Það hefur þó ekki alltaf verið raunin en Ari hefur oft spilað á miðjunni hjá OB líkt og hann gerði í Svíþjóð.

„Svo lengi sem ég spila þá er ég sáttur. Það er þægilegra að vera í bakverði. Það er ekki auðvelt að skipta af miðjunni yfir í bakvörð, kantur gæti sloppið en þetta er svolítið stórt skref. Í landsliðinu er góður tími til undirbúnings fyrir leiki og þetta hefur gengið vel hingað til svo ég er ekkert að kvarta.“

Langaði að gráta í Króatíu
Frá því að Ari kom í landsliðið hefur nánast hver leikur hjá landsliðinu verið mikilvægari en sá síðasti. Ari segist einungis einu sinni hafa fengið hnút í magann fyrir leik með landsliðinu.

„Það var í útileiknum gegn Króatíu. ´Ef við stöndum okkur þá getum við komist á HM‘ hugsaði maður fyrir þann leik. Það var kannski fínt að við komumst ekki áfram því að það var lærdómur og byggði okkur upp,“ segir Ari en vonbrigðin voru mikil í Zagreb fyrir tveimur árum.

„Manni langaði að gráta. Það var sárast hvernig við spiluðum þennan leik. Þetta voru ekki við. Við fórum í smá panik. Þeir fengu rautt spjald og þá áttum við að komast í gang og nýta styrkleika okkar en við vorum svo langt frá því. Við rifum okkur strax í gang í þessari undankeppni og þetta var mjög góður lærdómur.“

Íslenska landsliðið hefur farið á kostum í undankeppni EM og fagnaðarlætin voru ósvikin eftir að EM sætið var tryggt með jafntefli gegn Kasakstan í síðasta mánuði. „Þetta var geðveikt og eitthvað sem ég gleymi ekki. Ég bað Sigga Dúllu um að koma með símann út á völl til að ég myndi ná því öllu. Ég á svona 30 vídjó af þessu og ég fæ alltaf gæsahúð þegar ég horfi á þetta.“

Bale sá erfiðasti
Á árunum í landsliðinu hefur Ari fengið að kljást við nokkra bestu leikmenn heims en hann átti meðal annars í höggi við Arjen Robben, skærustu stjörnu Hollendinga. „Það er geðveikt að fá að bera sig saman við þessa leikmenn. Robben gat ekki neitt hérna heima og fór út af eftir 25 mínútur úti. Maður sá samt á þessum 25 mínútum að þetta er heimsklassa leikmaður,“ segir Ari en hann er ekki í vafa um hver er besti leikmaðurinn sem hann hefur mætt.

„Manni leið ekkert geðveikt vel eftir leikinn á móti (Gareth) Bale. Sem betur fer var það æfingaleikur. Við vorum ekki með plan fyrir Bale og maður var mikið einn á móti einum. Ég hef aldrei mætt jafn fljótum leikmanni.“

„,Ég hef alltaf verið langminnstur. Krakkar sem eru minni geta alveg náð langt þó að þeir séu litlir. Maður á að taka það góða sem maður hefur og vinna í því.“
Hægt að ná langt þó menn séu litlir
Ari er smávaxnasti leikmaðurinn í landsliðinu í dag. „Ég segi að ég sé 170 cm, ég er á billinu 169 til 170 cm,“ segir Ari léttur aðspurður út í stærðina. „Það er hægt að setja út á stærðina en ég gef bara meira í. Ég næ að hoppa hátt og er þokkalega góður í loftinu. Það hefur hjálpað mér í gegnum tíðina.“

„Ég hef alltaf verið langminnstur. Krakkar sem eru minni geta alveg náð langt þó að þeir séu litlir. Maður á að taka það góða sem maður hefur og vinna í því,“
segir Ari en honum leiðist ekki að vinna skallabolta gegn mönnum sem eru 20-30 cm stærri.

„Maður hefur nokkrum sinnum brosað framan í þá og það pirrar þá stundum. Ég gleymi því til dæmis ekki þegar ég var að spila með U17 ára landsliðinu og vann skallabolta gegn framherja þeirra sem var 1,95. Svipurinn á honum var ógleymanlegur.“

„Þetta var komið út í öfgar. Þetta var örugglega orðið þreytandi fyrir liðsfélaga mína og konuna mína. Ég mætti brjálaður heim þriðja hvern dag eftir leiki. Ég var líka að öskra á æfingu, brjóta brúsa og alls konar kjaftæði. Það gengur ekki.“
Þurfti að stilla reiðina
Ari hefur alltaf verið mikill keppnismaður en hann átti lengi í erfiðleikum með að hemja skap sitt. Eitt tímabilið hjá Sundsvall fékk Ari tólf gul spjöld í 33 leikjum, mörg hver fyrir kjaftbrúk við dómara. Þá ákvað félagið að gera eitthvað í málinu. Ari var settur í einskonar reiðistjórnun.

„Þetta var komið út í öfgar. Þetta var örugglega orðið þreytandi fyrir liðsfélaga mína og konuna mína. Ég mætti brjálaður heim þriðja hvern dag eftir leiki. Ég var líka að öskra á æfingu, brjóta brúsa og alls konar kjaftæði. Það gengur ekki.“

„Ég fékk hjálp í Svíþjóð frá þjálfara sem sérhæfir sig í andlegu hliðinni. Ég fékk bók sem ég las og ég fór að einbeita mér að réttu hlutunum frekar en að missa sig yfir einhverju sem maður getur ekki breytt. Ég notaði hjálparorð til að róa mig niður.“

Ari var ekki vinsæll hjá dómurum í Svíþjóð lengi vel en með bættri hegðun vað sambandið þeirra á milli betra. „Þegar ég fór frá Svíþjóð voru dómararnir farnir að heilsa mér allir og það var þvílíkur munur. Þetta varð allt annað. Í sumar spilaði ég leik í Svíþjóð á móti Nottingham Forest. Dómarinn, sem hafði dæmt hjá mér í fimm ár í Svíþjóð, kom og heilsaði mér og spjallaði heilmikið. Það er ekkert víst að hann hefði gert það ef ég hefði ekki breytt mínu hugarfari.“

Ari fékk líka góða hjálp á heimili sínu. „Konan mín (Erna Kristín Ottósdóttir) var frábær og þetta þetta breyttist líka allt eftir að strákurinn minn fæddist árið 2011. Þá áttaði ég mig á því að það væri ekki hægt að taka pirringinn með heim.“

Mótorhjól og fallhífarstökk
Ari og Erna eiga von á sínu þriðja barni á næsta ári. Ari er með fjölskylduna tattúeraða á rifbeinunum en það er þó langt frá því að vera eina tattúið sem hann er með. Báðar hendur eru vel flúraðar sem og fleiri líkamshlutar.

„Ég fór í fyrsta tattúið fimmtán ára og svo varð þetta að veiki. Ég er búinn að eyða nokkrum klukkutímum í þetta og ég hef sett tattú á mig í öllum löndum sem ég hef búið í. Ég er ekki hættur, það kemur eitthvað meira einhversstaðar,“ segir Ari en hann er með næsta tattú klárt í hausnum. „Ég á eftir að setja eitt fyrst að við komumst á EM. Ég er búinn að pæla í þessu og það verður eitthvað gert.“

„Ég má ekki vera lengur á mótorhjóli eftir að ég skrifaði undir í Danmörku. Við megum ekki vera á vespu, mótorhjóli, skíðum, skautum og fleira. Það er pirrandi en ég skil það vel, ef maður klessir á þá er það engin smá skráma.“
Utan vallar segist Ari spila tölvuleikina FIFA og Call of Duty í Playstation en í landsliðsferðum grípur hann oft í spil með liðsfélögunum. Hann á sér einnig áhugamál sem hann má ekki sinna í augnablikinu.

„Ég er mjög mikill mótorhjólaáhugamaður. Ég tók próf út í Svíþjóð og við fengum frí hjól til að vera á þar. Ég má ekki vera lengur á mótorhjóli eftir að ég skrifaði undir í Danmörku. Við megum ekki vera á vespu, mótorhjóli, skíðum, skautum og fleira. Það er pirrandi en ég skil það vel, ef maður klessir á þá er það engin smá skráma,“ sagði Ari sem ætlar að fá sér mótorhjól í framtíðinni.

„Konan er alveg eins. Hún var komin fimm mánuði á leið þegar hún sat aftan á hjólinu hjá mér Svíþjóð. Þegar ferillinn verður búinn þá verður eitt stykki mótorhjól sett í bílskúrinn. Það er geggjað að keyra hratt og ég er adrenalínfíkill. Ég fór einu sinni í fallhlífarstökk og það var geggjað. Þetta breytist aðeins þegar maður eignaðist börn en ég á örugglega eftir að fara aftur í fallhlífarstökk síðar.“

Vill skora mark eins og van Bronckhorst
Áður en ferillinn klárast og mótorhjólið mætir í bílskúrinn ætlar hinn 28 ára gamli Ari að komast ennþá lengra í fótboltanum.

„Það er sama gamla klisjan, maður vill ná eins langt og maður getur. Ég er fastamaður í landsliðinu og tel mig geta náð lengra. Ég þarf að standa mig vel og vera réttur maður á réttum stað. EM er stór gluggi. Vonandi verð ég heill og verð valinn í þann hóp þannig að ég geti sýnt að ég vil ná lengra,“ sagði Ari sem á sér draum fyrir EM.

„Ég og bróðir minn vorum að tala um markið hans Giovani van Bronckhorst á HM þegar hann klíndi honum í skeytin af 35 metrunum. Það væri andskoti ljúft að setja eitt þannig. Það væri draumur,“ sagði baráttujaxlinn Ari Freyr Skúlason að lokum.
Athugasemdir
banner