Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
banner
   lau 01. júní 2024 22:14
Brynjar Ingi Erluson
4. deild: Stólarnir unnu á Seltjarnarnesi
David Bercedo skoraði bæði mörk Tindastóls og er nú með átta mörk í deild- og bikar
David Bercedo skoraði bæði mörk Tindastóls og er nú með átta mörk í deild- og bikar
Mynd: Tindastóll
Kría 1 - 2 Tindastóll
0-1 David Bercedo ('31 )
0-2 David Bercedo ('57 )
1-2 Páll Bjarni Bogason ('60 )
Rautt spjald: Dominic Louis Furness, Tindastóll ('90)

Tindastóll hafði betur gegn Kríu, 2-1, í fimmtu umferð 4. deildar karla á Vivaldi-vellinum í kvöld.

David Bercedo skoraði bæði mörk gestanna í leiknum. Fyrra markið kom á 31. mínútu en seinna á 57. mínútu. Hann er kominn með átta mörk í deild- og bikar á sínu fyrsta tímabili með Stólunum.

Páll Bjarni Bogason minnkaði muninn fyrir Kríu þegar hálftími var eftir af leiknum.

Á lokamínútunum fékk Dominic Louis Furness, leikmaður TIndastóls, að líta rauða spjaldið, en það kom ekki að sök í þetta sinn. Lokatölur 2-1 fyrir Stólunum sem eru með 7 stig í 6. sæti og Kría í sætinu fyrir ofan með jafn mörg stig.
4. deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Ýmir 7 6 1 0 21 - 8 +13 19
2.    Hamar 7 5 2 0 22 - 13 +9 17
3.    Tindastóll 6 3 2 1 12 - 8 +4 11
4.    Árborg 7 3 2 2 17 - 18 -1 11
5.    KÁ 7 3 1 3 19 - 13 +6 10
6.    Kría 7 3 1 3 16 - 17 -1 10
7.    KH 7 3 0 4 23 - 18 +5 9
8.    KFS 7 2 0 5 20 - 22 -2 6
9.    Skallagrímur 6 1 0 5 5 - 14 -9 3
10.    RB 7 0 1 6 9 - 33 -24 1
Athugasemdir
banner
banner