Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
banner
   lau 01. júní 2024 12:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Bayern hefur viðræður við Davies - Kompany vill halda honum
Mynd: EPA
Bayern Munchen er í viðræðum við Alphonso Davies um nýjan samning en frá þessu greinir Florian Plettenberg hjá Sky Sports í Þýskalandi.

Núgildandi samningur hans rennur út næsta sumar en Real Madrid hefur sýnt honum áhuga.

Bayern hefur reynt að halda honum og boðið honum samning til ársins 2029 en hann hefur hafnað því þar sem launakröfurnar hans eru ekki í samræmi við tilboðið.

Plettenberg greinir frá því að Bayern hafi sett sig í samband við umboðsmann leikmannsins á dögunum í von um að ná samkomulagi. Vincent Kompany nýráðinn stjóri félagsins vill eindregið halda þessum 23 ára ganla kanadíska bakverði.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner