Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
banner
   lau 01. júní 2024 10:00
Brynjar Ingi Erluson
Boateng til Austurríkis (Staðfest)
Mynd: LASK Linz
Þýski miðvörðurinn Jerome Boateng er genginn í raðir austurríska félagsins LASK Linz frá Salernitana á Ítalíu.

Þessi 35 ára gamli varnarmaður var einn sá besti í heiminum á síðasta áratug.

Á tíu árum hans hjá Bayern München vann hann deildina níu sinnum og Meistaradeild Evrópu tvisvar.

Hann var þá í þýska landsliðinu sem vann HM í Brasilíu árið 2014.

Síðustu ár hefur Boateng flakkað á milli félaga en hann lék með Lyon frá 2021 til 2023 og samdi þá við ítalska liðið Salernitana í febrúar á þessu ári.

Salernitana féll niður í B-deildina og varð Boateng laus allra mála, en hann var ekki lengi að finna sér nýtt félag.

Austurríska félagið LASK Linz greindi frá því á samfélagsmiðlum í gær að Boateng væri búinn að skrifa undir tveggja ára samning.

Stórar fréttir fyrir austurrísku deildina en hann er að ganga í raðir eins besta félags landsins.

RB Salzburg hefur verið ríkjandi í deildinni síðasta áratuginn en tapaði óvænt deildinni á þessu tímabili fyrir Sturm Graz.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner