Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
banner
   lau 01. júní 2024 17:58
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarliðin í Meistaradeildinni: Bellingham og Sancho byrja - Courtois í markinu
Jadon Sancho og Jude Bellingham voru liðsfélagar hjá Dortmund en mætast nú í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu
Jadon Sancho og Jude Bellingham voru liðsfélagar hjá Dortmund en mætast nú í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu
Mynd: Getty Images
Borussia Dortmund og Real Madrid eigast við í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu klukkan 19:00 á Wembley í Lundúnum í kvöld.

Tveir Englendingar byrja í heimalandinu en Jadon Sancho er í liði Dortmund á meðan Jude Bellingham byrjar hjá Real Madrid.

Ítalski þjálfarinn Carlo Ancelotti greindi frá því að Thibaut Courtois myndi byrja í stað Andryi Lunin og stóð hann við orð sín.

Þetta verður síðasti leikur Nacho og Toni Kroos fyrir Real Madrid.

Dortmund: Kobel; Ryerson, Hummels, Schlotterbeck, Maatsen; Emre Can, Sabitzer; Adeyemi, Brandt, Sancho; Füllkrug

Real Madrid: Courtois; Carvajal, Nacho, Rüdiger, Mendy; Fede Valverde, Kroos, Camavinga; Bellingham; Rodrygo, Vinicius.


Athugasemdir
banner
banner