Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   lau 01. júní 2024 21:43
Brynjar Ingi Erluson
Carvajal bestur á Wembley
Dani Carvajal skoraði mikilvægt mark
Dani Carvajal skoraði mikilvægt mark
Mynd: Getty Images
Spænski hægri bakvörðurinn Dani Carvajal var útnefndur besti leikmaður úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á Wembley í kvöld en það er UEFA sem stendur fyrir valinu.

Carvajal var frábær varnarlega en sá einnig til þess að koma Real Madrid í forystu í 2-0 sigri liðsins á Borussia Dortmund.

Skallamark hans var gríðarlega mikilvægt í því að landa fimmtánda Evróputitli félagsins.

Vefmiðillinn Goal sér um einkunnagjöf leikmanna fyrir þennan leik og þar var Carvajal að sjálfsögðu valinn maður leiksins með 9.

Real Madrid: Courtois (8), Carvajal (9), Rüdiger (6), Nacho (6), Mendy (6), Kroos (8), Camavinga (7), Valverde (6), Bellingham (7), Rodrygo (4), Vinicius Jr (8).

Borussia Dortmund: Kobel (5), Ryerson (6), Schlotterbeck (6), Hummels (7), Maatsen (5), Can (7), Sabitzer (6), Brandt (7), Sancho (6), Füllkrug (5), Adeyemi (6).
Varamenn: Reus (5).


Athugasemdir
banner
banner