Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   lau 01. júní 2024 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vín
„Ég var í miklum pælingum með þetta allt saman"
Icelandair
Amanda Andradóttir hér fyrir miðju. Með henni á myndinni eru Emilía Kiær (til vinstri) og Sandra María Jessen (til hægri).
Amanda Andradóttir hér fyrir miðju. Með henni á myndinni eru Emilía Kiær (til vinstri) og Sandra María Jessen (til hægri).
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísland gerði 1-1 jafntefli við Austurríki í undankeppni Evrópumótsins í gær. Íslenska liðið spilaði afar vel í leiknum og fékk fullt af færum, en það vantaði að koma boltanum yfir línuna.

Það vakti athygli hjá undirrituðum að Amanda Andradóttir hitaði ekkert upp í seinni hálfleiknum, en hún hafði verið að glíma við meiðsli í aðdraganda leiksins. Sjúkraþjálfarateymið hafði verið að vinna með henni alla daga fyrir leikinn en hún missti af stærsta leik tímabilsins til þessa í Bestu deildinni stuttu fyrir landsleikjahlé þegar Valur mætti Breiðabliki.

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, var spurður út í stöðuna á Amöndu eftir leikinn í gær.

„Hún var ekki alveg 100 prósent og við ákváðum bara að hvíla hana í dag þannig að hún yrði allavega klár í eitthvað á þriðjudaginn," sagði Þorsteinn.

Var í miklum pælingum
Það voru áhugaverðir leikmenn á bekknum í gær, þar á meðal nýliðarnir Emilía Kiær Ásgeirsdóttir og Katla Tryggvadóttir. Emilía, sem er 19 ára, er markahæsti leikmaður dönsku deildarinnar en það gekk erfiðlega að skora. Kom ekki til greina að setja hana inn á?

„Ég var í miklum pælingum með þetta allt saman," sagði Steini.

„En svo vorum við bara alltaf svo líkleg og þá hugsar maður að þessi sé að fara að skora og þessi sé að fara að skora. Við vorum þarna með leikmenn eins og Hlín sem hefur skorað fullt í Svíþjóð, Diljá sem hefur skorað fullt í Belgíu, Söndru sem hefur skorað fullt heima. Og Sveindís líka sem hefur skorað í Bundesligunni."

„Það er ekki eins og þessir leikmenn sem voru inn á hafi ekki verið að skora neitt. Það er ástæðan fyrir því að þær eru inn á, þær hafa verið heitar fyrir framan markið. Svo dettur þetta ekki alltaf fyrir þig. Þetta verður að detta fyrir okkur á þriðjudaginn."

Ísland mætir Austurríki aftur á þriðjudaginn og verður fróðlegt að sjá hvaða leikmenn munu koma við sögu þá.
Steini: Þurfti að öskra því Glódís var búin að steingleyma
Athugasemdir
banner
banner