Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
   fim 30. maí 2024 16:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Salzburg
Vinna með Amöndu alla daga - „Það er alltaf jákvætt fyrir landsliðið"
Icelandair
Amanda Andradóttir.
Amanda Andradóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Það var vont að missa Amöndu og hún fengið að kenna svolítið á því án þess að leikmenn hafi fengið gul spjöld á móti. Hún er alveg blá og marin upp allan legginn, en svona er þetta," sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, eftir tap gegn Breiðabliki í stórleik í Bestu deildinni á dögunum.

Amanda Andradóttir gat ekki tekið þátt í þeim leik vegna meiðsla en hún er núna með landsliði Íslands í Austurríki fyrir mikilvægan leik í undankeppni EM. Hún hefur æft í vikunni og verður eflaust í leikmannahópnum á morgun.

„Það er svona verið að takast á við þetta alla daga hjá sjúkraþjálfarateyminu," sagði Þorsteinn um stöðuna á Amöndu og hennar meiðslum.

„Ég reikna með því að hún verði klár á morgun. Hún hefur ekki verið 100 prósent á fyrstu æfingunum en lítur betur og betur út."

Amanda hefur leikið frábærlega í Bestu deildinni það sem af er. Hún hefur verið að taka miklum framförum að mati landsliðsþjálfarans.

„Hún er búin að vera í framför og það er alltaf jákvætt fyrir landsliðið þegar leikmenn eru að taka skref og bæta sig. Klárlega er hún í framför sem gefur henni meira tilkall að fá fleiri mínútur hérna," sagði landsliðsþjálfarinn í dag.

Ísland spilar við Austurríki í undankeppni Evrópumótsins á morgun, en leikurinn hefst klukkan 16:00 að íslenskum tíma og verður í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net. Hann verður einnig sýndur í beinni útsendingu á RÚV.
Steini: Urðum að taka ákvörðun eftir æfingu í gær um að hún væri ekki klár
Athugasemdir
banner
banner