Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   lau 01. júní 2024 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Roma skoraði fimm gegn Milan í Ástralíu
Paulo Dybala skoraði og lagði upp
Paulo Dybala skoraði og lagði upp
Mynd: EPA
Roma og Milan mættust í æfingaleik í Perth í Ástralíu í gær.

Ítölsku félögin voru að klára tímabilið en voru búin að gera samning um að mætast í æfingaleik í Ástralíu á Optus-leikvanginum í Perth.

Það vakti athygli að margar af stærstu stjörnum liðanna tóku þátt í leiknum.

Tommaso Baldanzi, Tammy Abraham, Angelino, Paulo Dybala og Sardar Azmoun skoruðu mörk Roma í leiknum en Theo Hernandez og Noah Okafor mörk Milan í 5-2 sigri Roma.

Olivier Giroud, sem yfirgefur Milan í lok mánaðarins, spilaði sinn síðasta leik í treyju Milan.


Athugasemdir
banner
banner
banner