Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   lau 01. júní 2024 10:30
Brynjar Ingi Erluson
Semur Martial við uppeldisfélagið?
Mynd: EPA
Þrjú félög eru í baráttunni um franska sóknarmanninn Anthony Martial. Fréttastofa Sky Sports greindi frá þessum tíðindum í gær.

Martial staðfesti á dögunum að hann yrði ekki áfram hjá Manchester United.

Hann fékk ekki nýtt samningstilboð og mun því yfirgefa félagið á frjálsri sölu eftir að hafa eytt níu árum hjá United.

Sky greinir frá því að hann gæti snúið aftur til heimalandsins en bæði Lyon og Marseille eru áhugasöm. Martial er uppalinn hjá Lyon og lék sína fyrstu meistaraflokksleiki með liðinu áður en hann var keyptur til Mónakó.

Annar möguleiki er Tyrkland. Besiktas, eitt stærsta félag landsins, er einnig í baráttunni.

Samkvæmt fregnum erlendra miðla eru félög frá Bandaríkjunum, Mexíkó og Sádi-Arabíu að fylgjast náið með stöðunni, en Martial vill helst af öllu spila áfram í Evrópu.
Athugasemdir
banner
banner