Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   lau 01. júní 2024 23:15
Brynjar Ingi Erluson
Sir Alex Ferguson síðastur til að vinna Real Madrid í úrslitum í Evrópukeppni
Sir Alex Ferguson og Archie Knock, aðstoðarmaður hans, fagna sigri Aberdeen í Evrópukeppni bikarhafa árið 1983
Sir Alex Ferguson og Archie Knock, aðstoðarmaður hans, fagna sigri Aberdeen í Evrópukeppni bikarhafa árið 1983
Mynd: Getty Images
41 ár er liðið síðan Real Madrid tapaði síðast í úrslitum í Evrópukeppni.

Real Madrid hefur unnið síðustu ellefu úrslitaleiki í Evrópu, níu í Meistaradeild Evrópu (Evrópukeppni meistaraliða) og tvo í Evrópukeppni félagsliða.

Madrídingar hafa verið með yfirráð í Meistaradeildinni á þessari öld en í heildina hefur það unnið keppnina fimmtán sinnum.

Árið var 1983 er liðið tapaði síðast úrslitaleik í Evrópukeppni (Ofurbikar ekki tekinn með í dæmið) en það var gegn lærisveinum Sir Alex Ferguson í Aberdeen í Evrópukeppni bikarhafa.

Sá leikur endaði 2-1 fyrir Aberdeen eftir framlengingu en þetta afrek Ferguson er talið eitt það merkilegasta í sögu skoska fótboltans.

Gaman að segja frá því að fyrrum landsliðsmaðurinn Lárus Guðmundsson var annar markahæsti leikmaður keppninnar þetta árið með belgíska liðinu Waterschei Thor, en hann gerði sex mörk eins og Mark McGhee, sóknarmaður Aberdeen.


Athugasemdir
banner
banner