Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   lau 01. júní 2024 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Staðfestir að Ronaldo verði áfram í Sádi-Arabíu - Ætlar hann á HM?
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Cristiano Ronaldo verður áfram hjá Al-Nassr á næstu leiktíð en þetta staðfesti Guido Fienga, framkvæmdastjóri félagsins, eftir tap liðsins gegn Al-Hilal í bikarúrslitum í gær.

Ronaldo, sem er 39 ára gamall, átti magnað tímabil en hann endaði markahæstur og bætti markametið með 35 mörk.

Hann skoraði í heildina 44 mörk í öllum keppnum með Al-Nassr og alls 50 mörk ef landsleikir eru teknir með inn í myndina.

Samningur Ronaldo gildir út næstu leiktíð og mun hann vera áfram hjá félaginu.

Guido Fienga, framkvæmdastjóri Al-Nassr, sagði að það myndi ekki breytast og þýðir það að hann verður á 41 aldursári þegar næstu leiktíð lýkur.

Ronaldo fer með Portúgal á Evrópumótið í Þýskalandi í sumar en að hann verði áfram með Al-Nassr gæti þýtt að hann ætli að reyna í síðasta sinn við HM-bikarinn.

HM fer fram í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó árið 2026.
Athugasemdir
banner
banner
banner