Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   lau 01. júní 2024 06:00
Hafliði Breiðfjörð
Styrktarleikur fyrir Levi og Precious í Mosfellsbænum á morgun
Mynd: Aðsend
Eins og margir muna kom U16 ára lið frá Ascent soccer í Malaví á Rey Cup í fyrra og náði eftirtektarverðum árangri, vann mótið og fékk ekki á sig mark.

Með í för voru tveir ári eldri yfirburðar knattspyrnumenn Þeir Precious Kapunda og Levison Junior sem áttu sér þann draum að fá tækifæri til að koma sér á framfæri í Evrópu. Þeir æfðu með nokkrum liðum sem flest hrifust af þeim.

Það varð úr að hjá Aftureldingu í Mosfellsb var sett í gang sérstakt verkefni til að hjálpa þeim við að láta drauminn rætast. Þeir komu um áramót og hefur gengið vel.

Þeir hafa æft með aðalliði félagsins, 2. flokki og Hvíta riddaranum. Þeir hafa leikið æfingaleiki með öllum liðunum en spila nú með 2. flokki en eru undir smásjá aðalliðs þjálfarans.

Þrátt fyrir gríðarlega vinnu við að fjármagna veru drengjanna hér, en þar þarf að uppfylla skilyrði vinnumálastofnunar, þá þarf aðeins að bæta í svo það takist að halda þeim uppi til haustins.

Þá dreymir um að vekja á sér athyggli og eiga tækifæri til að spila á stærra sviði og eru greinilega vel þjálfaðir í að takast á við breytt umhverfi og halda fókus á markmiðum sínum. Þeir hafa aðlast mjög vel og eru staðráðnir í að gefast ekki upp.

Það er mikill vilji allra sem standa að verkefninu að hjálpa þeim að láta þetta ganga upp enda hafa aðilar í kringum verkefnið hrifist af þeim báðum.

Sunnudaginn 2. júní kl 14:00 fer fram styrktarleikur fyrir þá á Malbistöðvarvellinum í Mosfellsbæ en þar mætast Stjörnulið Balla Hallgríms – Afturelding “hall of fame". Levi og Precious spila með sitthvoru liðinu og l iðin leika bæði í sérmerktum búningum frá Jakó.

Frítt inn en tekið við frjálsum framlögum. Einnig er hægt að styrkja verkefnið með millifærslu fyrir þá sem komast ekki á leikinn

0528-26-004643 kt. 4609740119
Athugasemdir
banner
banner
banner