Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   lau 01. júní 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Walter tekur við Hull (Staðfest)
Mynd: EPA
Þýski þjálfarinn Tim Walter hefur verið ráðinn nýr stjóri Hull City í ensku B-deildinni.

Hull tók ákvörðun um að reka Liam Rosenior frá félaginu í byrjun maí eftir að honum mistókst að koma liðinu í umspilið.

Enska félagið hefur nú tilkynnt Tim Walter sem nýjan stjóra félagsins en hann gerir þriggja ára samning.

Walter þjálfaði síðast Hamburger SV í þýsku B-deildinni en var látinn fara í febrúar.

Áður þjálfaði hann Holsten Kiel, Stuttgart og varalið Bayern München.


Athugasemdir
banner
banner
banner