Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
banner
fimmtudagur 25. apríl
Mjólkurbikar karla
sunnudagur 21. apríl
Besta-deild kvenna
þriðjudagur 16. apríl
Meistarar meistaranna konur
mánudagur 15. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 12. apríl
Besta-deild karla
þriðjudagur 9. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 8. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 5. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 1. apríl
Meistarar meistaranna
sunnudagur 31. mars
Enska úrvalsdeildin
föstudagur 29. mars
Úrslitaleikur Lengjubikars kvenna
miðvikudagur 27. mars
Úrslitaleikur Lengjubikarsins
þriðjudagur 26. mars
Umspilsleikur um EM sæti
U21 karla - EM 25 undankeppni
fimmtudagur 21. mars
EM umspilið
miðvikudagur 20. mars
Lengjubikar karla - Undanúrslit
sunnudagur 10. mars
Enska úrvalsdeildin
þriðjudagur 27. febrúar
Landslið kvenna - Þjóðadeild umspil
föstudagur 23. febrúar
fimmtudagur 1. febrúar
Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins
fimmtudagur 18. janúar
Vináttulandsleikur
sunnudagur 14. janúar
fimmtudagur 14. desember
Sambandsdeild UEFA
föstudagur 8. desember
Úrslitaleikur Bose-mótsins
þriðjudagur 5. desember
Þjóðadeild kvenna
mánudagur 4. desember
Umspil fyrir HM U20
föstudagur 1. desember
Þjóðadeild kvenna
fimmtudagur 30. nóvember
Sambandsdeild UEFA
sunnudagur 19. nóvember
Undankeppni EM
fimmtudagur 9. nóvember
Sambandsdeild UEFA
þriðjudagur 31. október
Landslið kvenna - Þjóðadeild
föstudagur 27. október
fimmtudagur 26. október
Sambandsdeild UEFA
miðvikudagur 18. október
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
þriðjudagur 17. október
Undankeppni EM
föstudagur 13. október
þriðjudagur 10. október
Meistaradeild kvenna
sunnudagur 8. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 5. október
Sambandsdeild UEFA
mánudagur 2. október
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 1. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
föstudagur 29. september
Fótbolti.net bikarinn
þriðjudagur 26. september
Landslið kvenna - Þjóðadeild
mánudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 24. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lengjudeild karla - Umspil
laugardagur 23. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 22. september
Landslið kvenna - Þjóðadeild
fimmtudagur 21. september
Sambandsdeildin
miðvikudagur 20. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeild karla - Umspil
Besta-deild karla - Neðri hluti
mánudagur 18. september
sunnudagur 17. september
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 18. apríl
Sambandsdeild 8-liða
Fiorentina 2 - 0 Plzen
Fenerbahce 1 - 0 Olympiakos
Lille 5 - 5 Aston Villa
PAOK 0 - 2 Club Brugge
Evrópudeild 8-liða
Roma 2 - 1 Milan
Atalanta 0 - 1 Liverpool
West Ham 1 - 1 Leverkusen
Marseille 1 - 0 Benfica
Vináttulandsleikur
Ekkert mark hefur verið skorað
Hungary U-16 1 - 3 Norway U-16
Cyprus U-16 0 - 2 Montenegro U-16
þri 02.apr 2024 16:30 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

Bræðrakærleikurinn hjálpaði hvað mest í gegnum áfallið

Húsvíkingurinn Hrannar Björn Steingrímsson er á leið inn í sitt ellefta tímabil með KA á Akureyri, hvorki meira en né minna. Hann er uppalinn hjá Völsungi og upplifði þar góða tíma, og svo síður góða tíma. Tengingin við heimabæinn - þar sem Hrannar ólst upp með fimm bræðrum - er enn mjög sterk en stemningin sem getur myndast í slíku samfélagi er engu lík.

Hrannar er á leið inn í sitt ellefta tímabil með KA.
Hrannar er á leið inn í sitt ellefta tímabil með KA.
Mynd/Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
KA fagnar marki í Evrópukeppninni á síðasta tímabili.
KA fagnar marki í Evrópukeppninni á síðasta tímabili.
Mynd/Getty Images
Úr leik KA og Club Brugge á Laugardalsvelli.
Úr leik KA og Club Brugge á Laugardalsvelli.
Mynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Fékk mikla reynslu snemma með Völsungi.
Fékk mikla reynslu snemma með Völsungi.
Mynd/Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
Hrannar og Hallgrímur Mar.
Hrannar og Hallgrímur Mar.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Óli Steingrímsson.
Guðmundur Óli Steingrímsson.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá sumrinu 2012.
Frá sumrinu 2012.
Mynd/640.is - Hafþór Hreiðarsson
Fyrirliði Völsungs.
Fyrirliði Völsungs.
Mynd/Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Fólkið í brekkunni.
Fólkið í brekkunni.
Mynd/640.is - Hafþór Hreiðarsson
'Þetta er tími sem maður gleymir aldrei í lífinu'
'Þetta er tími sem maður gleymir aldrei í lífinu'
Mynd/640.is - Hafþór Hreiðarsson
Hrannar með bikarinn.
Hrannar með bikarinn.
Mynd/Hafþór Hreiðarsson - Græni herinn
Tímabilið 2013 var ekki auðvelt.
Tímabilið 2013 var ekki auðvelt.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Völsungar áttu aldrei möguleika í 1. deild.
Völsungar áttu aldrei möguleika í 1. deild.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Jóhannesson.
Ólafur Jóhannesson.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá Húsavíkurvelli.
Frá Húsavíkurvelli.
Mynd/Græni Herinn - Rafnar Orri
'Það eru nokkrir hlutir sem standa upp úr. Tímabilið 2016 er sennilega eitt skemmtilegasta tímabil sem ég hef upplifað á ævinni'
'Það eru nokkrir hlutir sem standa upp úr. Tímabilið 2016 er sennilega eitt skemmtilegasta tímabil sem ég hef upplifað á ævinni'
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hallgrímur Mar Steingrímsson.
Hallgrímur Mar Steingrímsson.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Að mínu mati er hann langbesti leikmaður í sögu KA. Hann hefur sett öll þessi met og er algjör goðsögn innan félagsins'
'Að mínu mati er hann langbesti leikmaður í sögu KA. Hann hefur sett öll þessi met og er algjör goðsögn innan félagsins'
Mynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Úr bikarúrslitaleik KA og Víkings frá því í fyrra.
Úr bikarúrslitaleik KA og Víkings frá því í fyrra.
Mynd/Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Viðar Örn Kjartansson er mættur í KA.
Viðar Örn Kjartansson er mættur í KA.
Mynd/KA
'Þá gæti opnast gluggi fyrir okkur að komast í efri hlutann. Ef við náum topp sex verð ég sáttur og ég væri alveg til í að spila einn bikarúrslitaleik í viðbót áður en maður hættir þessu'
'Þá gæti opnast gluggi fyrir okkur að komast í efri hlutann. Ef við náum topp sex verð ég sáttur og ég væri alveg til í að spila einn bikarúrslitaleik í viðbót áður en maður hættir þessu'
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í leik með KA.
Í leik með KA.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net - 7. sæti: KA
Hin hliðin - Valdimar Sævarsson (KA)

„Ég hefði örugglega aldrei getað ímyndað mér að ég yrði í meira en tíu tímabil hérna. Ég er að fara inn í ellefta tímabilið mitt með KA og mér líður ógeðslega vel á Akureyri. Það er stutt í Húsavík og bara fullkomin stærð fyrir mig. Að keyra í Reykjavík, ég verð alveg bilaður í skapinu. Akureyri hentar mér mjög vel," segir Hrannar í samtali við Fótbolta.net. Lífið fyrir norðan hentar honum vel og hefur svo gott sem alltaf gert.

Heilt yfir mjög gott sumar
Síðasta tímabil var afar áhugavert hjá KA þar sem árangurinn var undir væntingum í deildinni en draumar rættust á öðrum vígstöðum.

„Það er kannski klisja og leiðinlegt að segja það, en þegar maður horfði til baka eftir tímabilið þá tók maður eftir því að Evrópa og bikarinn komu niður á deildinni. En þegar maður skoðaði þetta aðeins betur fannst mér sumarið heilt yfir vera mjög gott, þegar maður tekur allt inn í mengið. Við vorum nálægt því að ná efri hlutanum, stóðum okkur vel í Evrópu sem var skemmtileg upplifun og það var ekki síður skemmtilegt að komast í bikarúrslit. Það svíður enn að hafa tapað gegn Víkingum,"

„Heilt yfir var þetta mjög fínt sumar þó við hefðum getað verið ofar í deildinni," segir Hrannar.

Draumur sem rættist
Það var mikil keyrsla á KA-mönnum og mikið um ferðalög. Ekki var hægt að spila Evrópuleikina fyrir norðan þar sem ekki er löglegur völlur þar.

„Ég vildi spila endalaust þarna"

„Heimaleikirnir okkar í Evrópu voru náttúrulega í Úlfarsárdal og heimaleikurinn á móti Club Brugge var á Laugardalsvelli. Maður fór eiginlega bara í frí til Akureyrar í tvo eða þrjá daga, og svo var maður mættur aftur suður. Við vorum endalaust á hótelum í Reykjavík eða erlendis. Maður sást lítið heima hjá sér."

Hrannar segir það skemmtilegt að eiga minningarnar af Evrópuferðalögum með liðsfélögunum.

„Þetta var ógeðslega gaman og skemmtilegt að eiga þessar minningar. Þetta er í fyrsta sinn sem ég tek þátt í Evrópukeppni. Maður er að verða 32 ára gamall í sumar en maður náði þessu allavega einu sinni. Toppurinn var að spila á móti Club Brugge úti fyrir framan 25 þúsund manns. Maður sá það ekki alveg fyrir sér fyrir nokkrum árum síðan að maður myndi upplifa eitthvað svona. Þetta var alveg hrikalega gaman þó við töpuðum leiknum illa. Þeir sem hafa eitthvað vit á fótbolta reiknuðu ekki með neinu frá okkur í þeim leik, en það svíður kannski aðeins að við fáum á okkur þrjú mörk síðustu fimm mínúturnar í fyrri hálfleik. Þó við höfum verið 5-1 undir í lokin langaði mér samt að þessi leikur myndi aldrei enda. Ég vildi spila endalaust þarna, þetta var ógeðslega gaman."

„Ég hafði aldrei upplifað þetta áður og þetta var kannski stærra fyrir mig en marga aðra í deildinni sem hafa verið atvinnumenn erlendis og allt það. Mig hafði alltaf dreymt um að spila á svona velli og með svona marga áhorfendur. Þetta var draumur að rætast," segir bakvörðurinn.

Skil ekki alveg hvernig mamma og pabbi fóru að
Hrannar ólst upp á Húsavík og fór upp í gegnum alla yngri flokka með Völsungi. Hann segir að það hafi verið góð og mikilvæg reynsla fyrir sig.

„Sambandið á milli okkar allra er ótrúlega gott"

„Ég er upp alla yngri flokka og einhver fimm eða sex ár í meistaraflokki hjá Völsungi á Húsavík. Ég flyt inn á Akureyri haustið 2013 þegar ég er 21 árs. Ég hef verið í KA síðan. Ef maður horfir til baka þá er það kannski tvíeggja sverð að alast upp á Húsavík. Það er minna tekið eftir efnilegum leikmönnum á Húsavík en á höfuðborgarsvæðinu. En á sama tíma eru fleiri ungir strákar að fá sénsinn snemma með meistaraflokki hérna. Það er ekki 2. flokkur og ég spilaði ekki einn leik í 2. flokki. Það gerði mér bara fáránlega gott. Þegar ég er 21 árs er ég búinn að spila yfir 100 leiki í meistaraflokki og maður tekur það klárlega með sér áfram í næsta verkefni. Ég gerði það þegar ég fór í KA, það hjálpaði mér. Maður var búinn að fá mikla reynslu," segir Hrannar.

Á Húsavík ólst hann upp með fimm bræðrum sínum.

„Við erum sex bræður. Það er svolítið aldursbil á milli tveggja yngstu og okkar hinna. Það var alltaf mikil keppni á milli okkar elstu. Heima við, ég skil ekki hvernig mamma og pabbi fóru að með okkur fjóra alveg snarbilaða á heimilinu. Það var endalaust rifist og það er skap í okkur. Það var samt geggjað og maður býr að því í dag. Það sem mér finnst í rauninni best, þykir vænst um, er að sambandið á milli okkar allra er ótrúlega gott. Við erum mjög góðir vinir og tölum saman á hverjum degi."

Það var ótrúlegt sumar
Hrannar segir að tengingin við Húsavík verði alltaf sterk þó hann búi ekki þar lengur.

„Tengingin við Húsavík verður alltaf sterk. Þegar þú hringdir í mig var ég einmitt að keyra inn í Húsavík að heimsækja mömmu og litla bróður. Maður reynir að vera duglegur að keyra á milli og kíkja í gamla bæinn sinn. Þetta er einhver 45 mínútna keyrsla núna og aldrei ófært þar sem maður fer ekki í gegnum Víkurskarðið í dag. Það er svakalega þægilegt að geta rennt sér yfir í hádeginu og keyra svo aftur heim um kvöldið. Það er alltaf þægilegt að koma heim, ég neita því ekki. Maður verður að halda í tengslin," segir hann.

Þessi öflugi bakvörður var ungur með mikilvægt hlutverk í meistaraflokki Völsungs og snemma var hann orðinn fyrirliði.

„Ég verð tvítugur sumarið 2012 og þá er ég orðinn fyrirliði liðsins. Það var geggjað. Maður var að spila með nokkrum eldri gaurum í liðinu en að fá fyrirliðabandið var geggjað. Manni þótti vænt um það. Að vera kominn með yfir 100 leiki fyrir uppeldisfélagið og ríflega tvítugur, það gerði manni bara gott og ekkert annað."

Sumarið 2012 var mjög eftirminnilegt en þá kemst Völsungur upp úr 2. deild.

„Það var ótrúlegt sumar í rauninni. Það var ógeðslega gaman því enginn bjóst við neinu af okkur það sumarið - ekki einu sinni leikmenn eða Húsvíkingar almennt. Það var enginn að pæla í því að fara upp um deild. En svo byrjaði sumarið ljómandi vel og maður fer að hugsa hvort þetta gæti verið séns. Þetta hélt bara áfram. Ég held að við höfum ekki verið að spila skemmtilegasta boltann og til marks um það þá endaði ég markahæstur í liðinu með sex mörk. Við unnum deildina og að markahæsti leikmaðurinn sé með sex mörk, það sést ekki oft. Það var meira að segja þannig að ég skoraði þrennu í einum leik og ég var ekkert að skora í mörgum öðrum leikjum."

„Það var ótrúlega góð stemning í bænum og í liðinu eftir því sem leið á sumarið. Pabbi fellur frá um haustið þegar tveir leikir eru eftir. Það var ótrúleg upplifun að ná að klára þetta á heimavelli eftir það og fá bikarinn í hendurnar með örugglega 1500 manns í brekkunni."

Sérstök stund
Það var mikið áfall fyrir fjölskylduna og samfélagið á Húsavík þegar faðir Hrannars féll frá haustið 2012. Það voru þá tveir leikir eftir af deildinni. Mikið var undir hjá liðum þeirra bræðra en þeir tóku ekki annað í mál heldur en að spila þessa mikilvægu leiki. Hrannar og Sveinbjörn spiluðu þá með Völsungi á meðan Hallgrímur Mar og Guðmundur Óli voru í KA.

„Ég held að maður sjái þetta aldrei aftur á Húsavík"

„Það er á fimmtudagskvöldi þar sem við fáum fréttirnar og svo eigum við að fara suður daginn eftir í hádeginu, gista á hóteli og spila við HK. Það er svakalega skrítið að hugsa til baka því ég veit ekki hvort ég gæti þetta í dag. Í augnabliknu var aldrei neitt annað sem kom til greina. Við töluðum saman um þetta og okkur fannst rétt að spila leikinn. Við vorum sammála um að það væri það sem gamli hefði viljað," segir Hrannar.

„Upp úr hádegi á föstudaginn erum við lagðir af stað suður, nokkrum klukkutímum eftir að við fáum fréttir af því að pabbi er dáinn. Það er mjög skrítið að hugsa til þess að maður hafi gert þetta en ekkert sem maður sér eftir í dag. Stuðningurinn sem maður fékk frá öllum var ótrúlegur, frá öllum í bænum og öllum sem tengdust Völsungi."

Það er alltaf gott að eiga góða bræður, og sérstaklega þegar maður lendir í svona miklu áfalli.

„Ég held að það hafi kannski verið stærsti þátturinn í því hvernig maður fór í gegnum allt þetta ferli. Við erum bræðurnir fáránlega vel tengdir og mjög góðir vinir. Það hefur klárlega hjálpað mikið í þessu öllu," segir Hrannar en þegar Völsungur vann 2. deildina í lokaumferðina þá var stuðningurinn ótrúlegur.

„Ég held að maður sjái þetta aldrei aftur á Húsavík, svona marga sem voru á leiknum þarna. Það var örugglega 2/3 af bænum mættur á völlinn. Þetta var algjörlega fáránlegt. Í upphituninni fyrir leik heyrir maður í einhverri lúðrasveit niðri í bæ og það er skrúðganga á völlinn. Svo bara kemur fólkið inn fyrir girðinguna og sest í brekkuna. Þetta er tími sem maður gleymir aldrei í lífinu. Ég held að stuðningurinn í þessum leik hafi líka að mörgu leyti verið út af því sem gerðist dagana á undan. Pabbi var stór hjá Völsungi. Hann og mamma ráku bakarí á Húsavík í mörg ár og höfðu alltaf verið dyggir stuðningsaðilar Völsungs í gegnum árin. Mamma og pabbi mættu á alla leiki hjá Völsungi í fjölda ára. Hann var stór innan félagsins og stuðningurinn í þessum leik var held ég að mörgu leyti til að sýna okkur stuðninginn sem við þurftum. Þetta var frábær upplifun. Að alast upp í svona litlu samfélagi getur verið sérstakt. Maður tekur eftir því þarna hvað allur bærinn stóð við bakið á manni. Hvert sem maður fór, þá voru allir boðnir og búnir til að hjálpa manni ef maður þurfti á því að halda. Það er styrkurinn við það að vera í svona litlu samfélagi."

„Það vakti mikla athygli þegar pabbi féll frá. Ef ég þekki hann rétt, þá hefði hann örugglega hrist hausinn og fussað yfir allri athyglinni en hann myndi örugglega viðurkenna það hvað honum hefði þótt vænt um þessa stund. Ég trúi ekki öðru," segir Hrannar.

Erfitt tímabil 2013
Völsungur fer þarna upp í næst efstu deild og var mikil ánægja með það, en sumarið 2013 var vægast sagt erfitt fyrir félagið. Völsungur endaði á botni Lengjudeildarinnar með aðeins tvö stig og markatöluna 15:85 í 22 leikjum.

„Maður er að reyna að gleyma þessu, ég viðurkenni það"

„Maður var auðvitað spenntur að spila í næst efstu deild með uppeldisfélaginu. En þetta byrjar frekar erfiðlega. Ég man þetta ekki alveg þar sem maður reynir að blokka þetta út," segir Hrannar og hlær.

„Ég veit ekki hvort það sé einhver fótur fyrir því en mér skilst að félagið hafi verið nánast farið á hausinn um mitt sumar. Þá fer þjálfarinn og allir erlendu leikmennirnir. Villi félagi minn tekur við en hann er giftur systur pabba. Hann var að vinna í bakaríinu á sínum tíma en hafði aldrei þjálfað fótbolta áður. Hann var í handbolta í gamla daga. Hann tekur við þessu út af ást sinni á Völsungi. Hann ætlar að klára tímabilið en þetta endar eins og þetta endaði. Liðið hjá okkur seinni partinn átti ekkert erindi í þessa 1. deild. Þú getur rétt ímyndað þér að það er 2024 í dag og það er enn verið að minnast á þetta tímabil."

Völsungur tapaði 16-0 gegn Víkingi undir lok tímabilsins og fór Víkingur upp á markatölu. Það munaði átta mörkum á Víkingi og Haukum, sem voru í þriðja sæti.

„Menn eru alveg duglegir að minnast á þetta. Ég man að nokkrum árum seinna fer Óli Jó (sem var þjálfari Hauka árið 2013) í viðtal í Návígi á Fótbolta.net. Þá í rauninni sakar hann okkur um veðmálasvindl sem er eins fjarri sannleikanum og hægt verður. Ég get reynt að útskýra fyrir fólki tímunum saman hvernig ástandið var þarna seinni hluta tímabilsins, en ég gæti samt örugglega útskýrt nægilega mikið hvað gekk á innan félagsins. Ég er ekki að reyna að réttlæta öll úrslitin en ef fólk myndi 100 prósent skilja hvað gekk á innan félagsins á þessum tíma, þá myndu menn kannski hugsa sig tvisvar um áður farið er fram með einhverjar veðmálablammeringar. Þetta var lygilegur tími og vonandi gleymist þetta þegar ég er orðinn fullorðnari. Maður er að reyna að gleyma þessu, ég viðurkenni það," segir Hrannar.

Skildi mjög sáttur við Völsung
Eftir tímabilið 2013 ákveður Hrannar að söðla um og fara yfir á Akureyri í KA.

„Ég skildi mjög sáttur við Völsung. Ég er orðinn samningslaus haustið 2013 og það var vitað að ég væri að fara eitthvert annað. Tíminn minn var kominn þarna. Ég hefði örugglega farið eftir tímabilið 2012 ef við hefðum ekki farið upp. Mér fannst vera kominn tími að prófa eitthvað nýtt, fara í 1. deildina og sjá hvort maður ætti erindi þar. Svo förum við upp og maður vill auðvitað taka slaginn. En það skildu mig svo allir og aðskilnaðurinn var í mesta bróðerni. Ég fékk símtöl frá stjórnarmönnum þar sem menn óskuðu mér góðs gengis og þökkuðu fyrir liðna tíma," segir Hrannar.

„Ég fylgist alltaf vel með Völsungi og hef alltaf gert. Ég mæti ekki á eins marga leiki og ég myndi vilja, en það er oft þannig að þegar Völsungur á heimaleik að þá er ég annað hvort á æfingu eða að spila sjálfur. Það virðist oft vera þannig en maður reynir alltaf að mæta á einhverja leiki og styðja við bakið á liðinu. Við erum fjórir Húsvíkingar í KA núna og við fylgjumst allir með. Það mun aldrei fara úr okkur."

Hann fer aftur í Völsung á láni sumarið 2022 eftir að hann meiddist illa. En mun hann enda ferilinn á Húsavík?

„Ég fór á láni þarna fyrri hlutans 2022 þegar ég er að jafna mig eftir krossbandaslit. Ég spilaði ekki eins mikið og ég hefði viljað. Maður lenti í öðrum meiðslum. Ég veit ekki hvort ég muni spila aftur á Húsavík. Auðvitað væri það gaman en það verður bara að koma í ljós."

Nokkrir hlutir sem standa upp úr
Á tíu árum hjá KA er mikið sem stendur upp úr.

„Það eru nokkrir hlutir sem standa upp úr. Tímabilið 2016 er sennilega eitt skemmtilegasta tímabil sem ég hef upplifað á ævinni. Í minningunni var veðrið fyrir norðan hrikalega gott allt sumarið. Við unnum nánast alla leiki. Það var ógeðslega gaman, ótrúlega mikil stemning í hópnum og við endum á því bara að rústa deildinni. Þetta var það sem KA hafði beðið eftir í mörg ár og gleðin var sérstaklega mikil. KA er núna búið að venja sig á að vera í efstu deild en þarna var liðinn langur tími frá því KA hafði verið þar," segir bakvörðurinn.

„Ég verð samt líka að nefna síðasta sumar, Evrópukeppnin og að fara í bikarúrslit. Þetta er eitthvað það skemmtilegasta sem ég hef upplifað. Mig dreymir um að gera þetta aftur."

Bræðraböndin sterk
Í liði KA er Hallgrímur Mar Steingrímsson, bróðir Hrannars. Þeir eru búnir að spila lengi saman og tengingin á milli þeirra er mjög sterk.

„Að mínu mati er hann langbesti leikmaður í sögu KA"

„Grímsi fer í Víking eftir tímabilið 2014 og það er eina tímabilið sem við höfum ekki spilað saman, fyrir utan tímann hjá Völsungi. Við erum hlið við hlið í klefanum og hann er minn allra besti vinur. Það er hrikalega gaman að spila með honum," segir Hrannar og heldur áfram:

„Að mínu mati er hann langbesti leikmaður í sögu KA. Hann hefur sett öll þessi met og er algjör goðsögn innan félagsins. Það eru í raun bara forréttindi að fá að spila með honum. Tengingin er alveg sterkari á milli okkar inn á vellinum sem er skiljanlegt. Við tölum mikið saman um fótbolta og vitum báðir hvað við viljum fá frá hvor öðrum. Þekkingin er það mikil að tengingin kemur með. Tengingin á milli okkar Húsvíkingana í liðinu er bara geggjuð."

Má segja að Hallgrímur sé vanmetinn leikmaður?

„Bara 100 prósent. Ég man ekki eftir tímabili þar sem hann á ekki þátt í allavega 50 prósent marka KA. Hann á ótrúlega tölfræði og fer nánast alltaf í tveggja stafa tölu í annað hvort markaskorun eða stoðsendingum. Hann er yfirleitt að koma að samtals 20-25 mörkum á tímabili. Maður hlustar á allar umræður og auðvitað fær hann sína umfjöllun, en ef maður ber þetta saman við margt annað þá finnst mér hann oft ekki fá næga ást. Ég held að fólk sé kannski búið að venjast þessu og það er mögulega ekkert merkilegt lengur að Grímsi sé að skora tólf mörk og leggja upp önnur þrettán. Fólk sér þetta hjá honum á hverju ári og er ekki að kippa sér mikið upp við þetta. Hann er ótrúlega mikilvægur fyrir liðið okkar."

Væri til í allavega einn bikarúrslitaleik í viðbót
Með fótboltanum er Hrannar að vinna í þjónustukjarna fyrir fatlað fólk á Akureyri. Það hentar vel með fótboltanum en þeir eru þrír saman í liðinu að vinna á sama stað; Hrannar, Bjarni Aðalsteinsson og fyrirliðinn Ívar Örn Árnason. Hrannar er spenntur fyrir komandi tímum á Akureyri.

„Sumarið leggst mjög vel í mig. Það hefur verið svolítið mikið af meiðslum á sóknarhelmingnum undanfarið. Það var lítið um meiðsli framan af vetri en svo hafa allt í einu margir verið að hrynja út á sama tíma. Menn eru að tínast inn núna en það styttist í tímabilið. Mér líst samt mjög vel á þetta sumar og ég held að við getum gert fínustu hluti. Umræðan er oft frekar skrítin í kringum KA, kannski svipuð og með ÍBV. Fólk veit kannski ekki alveg hvað er í gangi á Akureyri og það er mest pælt í höfuðborgarsvæðinu. Það er líklega skiljanlegt. En ég er allavega þokkalega bjartsýnn fyrir sumrinu," segir Hrannar.

Viðar Örn Kjartansson gekk nýverið í raðir KA og það ætti að geta hjálpað liðinu enda er fyrrum landsliðsmaður og atvinnumaður til margra ára.

„Við vitum alveg hvað Viðar hefur gert á sínum ferli. Sama hvar hann stígur niður fæti, þá skorar hann mörk. Ég hef fulla trú á því að hann geti gefið liðinu okkar helling. Grímsi ætti að geta komið boltanum á hann. Það er risastórt fyrir félagið að fá svona prófíl."

En hverjar eru væntingarnar til tímabilsins?

„Ég er 100 prósent á því að við hefðum ekki verið í Evrópukeppni eða ekki farið svona langt í bikarnum, að þá hefðum við alltaf verið að berjast um Evrópusæti undir það síðasta. Núna eru önnur lið í Evrópukeppni og maður veit ekki hvernig tímabilið í deildinni fer hjá þeim. Kannski verður fókusinn meira á Evrópu. Þá gæti opnast gluggi fyrir okkur að komast í efri hlutann. Ef við náum topp sex verð ég sáttur og ég væri alveg til í að spila einn bikarúrslitaleik í viðbót áður en maður hættir þessu," sagði þessi skemmtilegi fótboltamaður að lokum.
Athugasemdir
banner