Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   sun 02. júní 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Ederson þarf að fara fram á sölu
Mynd: EPA
Brasilíski markvörðurinn Ederson verður að fara fram á sölu ef hann ætlar sér að yfirgefa Manchester City í sumar. Daily Star greinir frá.

Ederson, sem er þrítugur, hefur undanfarnar vikur verið orðaður við félög í Sádi-Arabíu.

Markvörðurinn er samningsbundinn Man City til 2026 en samkvæmt ensku miðlunum er enska félagið opið fyrir því að selja hann í sumarglugganum.

Daily Star segir þó að Ederson verði að leggja fram formlega beiðni til félagsins um að fara.

Ederson hefur staðið á milli stanganna hjá Man City frá 2017 en hann hefur unnið fimmtán titla á þessum sjö árum.
Athugasemdir
banner
banner
banner