Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   sun 02. júní 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía í dag - Atalanta getur tekið þriðja sætið af Juventus
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Það er einn leikur á dagskrá í ítalska boltanum í dag þar sem Atalanta tekur á móti Fiorentina.

Liðin áttu að mætast fyrr í vor en viðureigninni var frestað og fannst ekki tími til að spila fyrr en nú, þar sem Atalanta vann Evrópudeildina á meðan Fiorentina endaði í öðru sæti í Sambandsdeildinni.

Liðin mætast í síðasta leik deildartímabilsins á Ítalíu þar sem Atalanta getur hoppað yfir Juventus og upp í þriðja sæti með sigri, á meðan Fiorentina er fast í áttunda sæti.

Atalanta er búið að tryggja sér þátttöku í Meistaradeildinni á næstu leiktíð á meðan Fiorentina mun spila í Sambandsdeildinni þriðja árið í röð.

Sunnudagur:
16:00 Atalanta - Fiorentina
Athugasemdir
banner