Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   sun 02. júní 2024 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Kane og Mbappe deila gullskónum - Þrír með fimm stoðsendingar
Harry Kane og Kylian Mbappe voru báðir með átta mörk
Harry Kane og Kylian Mbappe voru báðir með átta mörk
Mynd: EPA
Vinicius Junior kom að ellefu mörkum
Vinicius Junior kom að ellefu mörkum
Mynd: Getty Images
Harry Kane og Kylian Mbappe voru markahæstir í Meistaradeild Evrópu þetta tímabilið en báðir gerðu átta mörk í keppninni.

Kane, sem var að spila sitt fyrsta tímabil með Bayern München, gerði átta mörk í tólf leikjum, en hann átti einnig fjórar stoðsendingar er liðið komst í undanúrslit.

Mbappe var líka með átta mörk í tólf leikjum fyrir Paris Saint-Germain en lagði ekki upp eitt mark.

Þeir félagarnir deila gullskónum þetta tímabilið en það er sama sagan með stoðsendingahæstu menn.

Jude Bellingham, Marcel Sabitzer og Vinicius Junior voru allir með fimm stoðsendingar.

Aðeins tveir leikmenn skoruðu þrennu þetta tímabil en báðir koma frá portúgölskum félögum. Evanilson skoraði þrennu í 4-1 sigri Porto á Anwterp og þá gerði Joao Mario þrennu fyrir Benfica í 3-3 jafntefli gegn Inter í riðlakeppninni.

Markahæstu menn:
Harry Kane (Bayern München) - 8
Kylian Mbappe (Paris Saint-Germain) - 8
Antoine Griezmann (Atlético) - 6
Erling Braut Haaland (Man City) - 6
Vinicius Junior (Real Madrid) - 6
Julian Alvarez (Man City) - 5
Phil Foden (Man City) - 5
Galeno (Porto) - 5
Rasmus Höjlund (Man Utd) - 5
Alvaro Morata (Atlético) - 5
Rodrygo (Real Madrid) - 5
Joselu (Real Madrid) - 5

Flestar stoðsendingar:
Jude Bellingham (Real Madrid) - 5
Marcel Sabitzer (Borussia Dortmund) - 5
Vinicius Junior (Real Madrid) - 5
Galeno (Porto) - 4
Ilkay Gündogan (Barcelona) - 4
Raphinha (Barcelona) - 4
Bukayo Saka (Arsenal) - 4
Harry Kane (Bayern München) - 4
Athugasemdir
banner
banner
banner