Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   sun 02. júní 2024 09:30
Brynjar Ingi Erluson
Messi og Suarez skoruðu gegn Nökkva - Dagur Dan í tapliði
Messi og Suarez voru báðir á skotskónum
Messi og Suarez voru báðir á skotskónum
Mynd: Getty Images
Lionel Messi og Luis Suarez voru báðir á skotskónum með Inter Miami í 3-3 jafntefli liðsins gegn Nökkva Þey Þórissyni og félögum í St. Louis í MLS-deildinni í Bandaríkjunum í nótt.

Messi, Suarez, Alba og Busquets byrjuðu allir hjá Inter Miami en Nökkvi á tréverkinu.

St. Louis komst í forystu en það tók Messi ekki langan tíma að jafna metin. Það gerði hann eftir stoðsendingu frá Alba.

Gestirnir í St. Louis komust aftur yfir í leiknum en þá svaraði Luis Suarez og aftur var það Alba sem lagði upp markið.

Í síðari hálfleiknum varð Suarez fyrir því óláni að setja boltann í eigið net eftir hornspyrnu.

Nökkvi kom inn af bekknum hjá St. Louis þegar átta mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma og fékk að upplifa draum sem marga leikmenn dreymir um að gera og það er að deila velli með sjálfum Lionel Messi.

Það munaði litlu að honum tækist að sigra stjörnulið Miami, en því miður fyrir hann þá fullkomnaði Alba stórleik sinn með marki undir lok leiksins og lokatölur því 3-3. Miami er í efsta sæti Austur-deildarinnar með 35 stig en St. Louis í 11. sæti með 17 stig.

Dagur Dan Þórhallsson var í byrjunarliði Orlando City sem tapaði fyrir New York Red Bulls, 1-0. Orlando er í 11. sæti Austur-deildarinnar með 17 stig.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner