Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   sun 02. júní 2024 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Valverde ekki lengi að grípa treyjunúmer Kroos
Mynd: EPA
Úrúgvæski miðjumaðurinn Federico Valverde hefur ákveðið að skipta um treyjunúmer fyrir næstu leiktíð en hann mun taka númer Toni Kroos sem er að leggja skóna á hilluna.

Kroos hefur tilkynnt að hann sé að hætta í fótbolta eftir Evrópumótið í Þýskalandi í sumar.

Hann endaði feril sinn hjá Real Madrid á því að vinna Meistaradeildina en frá því hann kom frá Bayern München árið 2014 hefur hann spilað í treyju númer 8.

Eðlilegast í stöðunni væri að hengja treyjuna upp í rjáfur á Santiago Bernabeu, leikvangi Madrídinga, en það er ekki svo einfalt. Ekki einu sinni Cristiano Ronaldo fékk þann heiður eftir að hann yfirgaf félagið.

Fyrst það er ekki gert mun Valverde taka við treyjunúmeri Kroos en hann fer þá úr treyju númer 15 og yfir í áttuna.

„Ég elska töluna 15 því draumur minn hjá Real Madrid hófst með þessu treyjunúmeri, en já ég mun skipta um númer eftir tvo mánuði. Segjum bara að þeim kafla hafi lokið með farsælum hætti,“ sagði Valverde.
Athugasemdir
banner
banner
banner