Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
banner
   fös 02. ágúst 2024 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Spilaði ekki leik á Króknum og semur við topplið Lengjudeildarinnar
Mynd: Terrassa
Fyrir tæpum mánuði síðan tilkynnti Tindastóll að lykilmaður í liðnu , Gwendolyn Mummert, væri á förum frá félaginu þar sem hún hefði náð samkomulag við félag í einni af stærstu deildum Evrópu.

Mummert, sem er þýskur varnarmaður, samdi við þýska félagið Jena sem komst upp úr þýsku B-deildinni í vor.

Tindastóll tilkynnti á sama tíma um komu María Del Mar Mazuecos Ruiz til félagsins. Mar, eins og hún er kölluð, er spænskur varnarmaður.

„Í stað Gwen mun Maria del Mar Mazuecos spila með liðinu út keppnistímabilið. Mar er spænskættuð og hefur spilað með liði Europa í næstefstu deild Spánar. Mar er örvfætt og getur leyst stöður vinstri bakvarðar og hafsents," sagði í tilkynningu Tindastóls.

En hlutirnir þróuðust ekki alveg þannig. María spilaði ekki leik með Tindastóli og fékk í vikunni félagaskipti í FHL, toppli Lengjudeildarinar.

„Mar meiddist á fyrstu æfingu eftir að hún kom og í raun náði síðan ekki að vinna sig inn í liðið. Hún er góður leikmaður en hentar okkur ekki eins og er og þá er best fyrir hana og okkur að leiðir skilji. Hún er í góðum höndum hjá toppþjálfara og í toppliði 1. deildarinnar og á án efa eftir að nýtast þeim vel," segir Donni, þjálfari Tindastóls, við Fótbolta.net.

Fyrsti leikur Mar með FHL gæti orðið gegn ÍBV eftir rúma viku.
Lengjudeild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    FHL 18 13 1 4 62 - 35 +27 40
2.    Fram 18 10 4 4 42 - 24 +18 34
3.    Grótta 18 10 4 4 28 - 23 +5 34
4.    HK 18 9 3 6 42 - 29 +13 30
5.    ÍA 18 8 2 8 27 - 31 -4 26
6.    ÍBV 18 8 1 9 29 - 32 -3 25
7.    Afturelding 18 6 4 8 24 - 30 -6 22
8.    Grindavík 18 6 3 9 24 - 26 -2 21
9.    Selfoss 18 3 6 9 18 - 29 -11 15
10.    ÍR 18 2 2 14 18 - 55 -37 8
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner