Framtíð Ten Hag ákveðin í dag - Zubimendi til City - Liverpool horfir til Frankfurt - Sane aftur til Englands
banner
   sun 08. september 2024 13:09
Brynjar Ingi Erluson
Calafiori farinn aftur til Englands
Mynd: Getty Images
Ítalski miðvörðurinn Riccardo Calafiori verður ekki með ítalska landsliðinu í seinni leik þess í Þjóðadeild Evrópu.

Calafiori varð fyrir óheppilegum meiðslum í 3-1 sigri Ítalíu á Frakklandi um helgina er Ousmene Dembele, leikmaður Frakka, datt á varnarmanninn.

Hann þurfti að fara af vell i í kjölfarið en eftir leikinn sagði Luciano Spalletti, þjálfari landsliðsins, að möguleiki væri á því að Calafiori yrði með í seinni leik verkefnisins gegn Ísrael.

La Repubblica segir nú að Calafiori verði ekki með í leiknum og sé á leið aftur til Lundúna.

Arsenal mætir Tottenham Hotspur í nágrannaslag í ensku úrvalsdeildinni næstu helgi en meiðslalisti Arsenal telur nú fimm leikmenn og þá verður Declan Rice í banni.
Athugasemdir
banner
banner
banner