Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   sun 08. september 2024 10:00
Sölvi Haraldsson
Herbergisfélagarnir áttu frábæran tíma saman - „Gerði allt sem hann gat gert“
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Alfreð Finnbogason tilkynnti á dögunum að hann hefur sett landsliðsskóna á hilluna. Eftir farsælan landsliðsferil hefur hann spilað sinni seinasta landsleik. Jóhann Berg Guðmundsson og Alfreð Finnbogason voru ætíð herbergisfélagar í landsliðinu en Jóhann var spurður út í Alfreð eftir sigurinn á Svartfjallalandi.


Það er auðvitað bara gríðarlega leiðinlegt. Við höfum átt frábæran tíma saman. En þetta er auðvitað ákvörðun sem hann tók og fannst rétt. Við styðjum hann með það en það er leiðinlegt að hafa ekki lengur herbergisfélagan sinn í öll þessi ár.“ sagði Jóhann og hélt síðan áfram.

„Frábær vinur, leikmaður og markaskorari sem hefur nýst okkur ótrúlega vel. En hann tekur þessa ákvörðun og allt í góðu með það. Hann átti frábæran landsliðsferil og gerði allt sem hann gat gert með landsliðinu.

Jóhann segist horfa oft til baka á stórmótinn þegar þeir voru saman í hópnum og herbergisfélagar.

Já við höfum átt góða tíma saman, alltaf saman í herbergi og góðir vinir. Auðvitað horfir maður til baka og sérstaklega fyrsta mark Íslands á HM, það verður ekkert mikið betra en það.

Næsti leikur Íslands er á morgun gegn Tyrklandi í Tyrklandi.


Jóhann Berg: Það voru síðustu orð mín
Landslið karla - Þjóðadeild
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Wales 6 3 3 0 9 - 4 +5 12
2.    Tyrkland 6 3 2 1 9 - 6 +3 11
3.    Ísland 6 2 1 3 10 - 13 -3 7
4.    Svartfjallaland 6 1 0 5 4 - 9 -5 3
Athugasemdir
banner
banner