Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
   mán 03. júní 2024 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Logi einn af þeim leikmönnum sem eru að vekja mesta athygli
Logi Tómasson.
Logi Tómasson.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Bakvörðurinn Logi Tómasson hefur verið að leika frábærlega með Stromsgödset í Noregi eftir að hann gekk í raðir félagsins frá Víkingum í fyrra.

Logi er farinn að vekja áhuga frá félögum utan Noregs eftir að hafa spilað afar vel með Stromsgödset.

Jostein Flo, yfirmaður fótboltamála hjá norska félaginu, segir að njósnarar séu duglegir að mæta á leiki hjá Stromsgödset og séu á öllum leikjum liðsins.

Hann nefndi fimm leikmenn sem eru að vekja áhuga og þar á meðal er Logi.

„Marko Farji, Elias Melkersen, Kreshnik Krasniqi, Jonas Therkelsen og Logi Tómasson," sagði Flo en hann sagðist jafnframt vonast til að halda bestu leikmönnunum sínum.
Athugasemdir
banner