Norksi landsliðsmaðurinn Alexander Sørloth hefur skrifað undir fjögurra ára samning við Atlético Madrid.
Sørloth hefur verið orðaður við mörg lið í sumar. Lið eins og West Ham United og AC Milan voru á eftir kappanum. West Ham eru hins vegar að ganga frá kaupum á Niclas Fulkrug en Alvaro Morata gekk í raðir AC Milan fyrr í sumar frá Atlético Madrid.
Alexander Sørloth er hugsaður sem arftaki Alvaro Morata sem hefur verið dyggur þjónn fyrir Madrídarliðið.
Norski framherjinn skrifar undir fjögurra ára samning við Atlético Madrid en hann kemur frá Villareal þar sem hann lék á seinustu leiktíð. Hann var næst markahæsti leikmaður La Liga í fyrra með 23 mörk í 34 leikjum fyrir gula kafbátinn.
Fyrstu deildarleikur Atletico Madrid í ár er einmitt gegn Villareal þann 19. ágúst.
Welcøme, Sørloth! ?????? pic.twitter.com/gvrEJEelUl
— Atlético de Madrid (@atletienglish) August 3, 2024