Real Madrid tapaði í gærkvöldi 2-1 gegn Barcelona í æfingaleik í Bandaríkjunum. Þetta var annað tap liðsins í röð en liðið tapaði gegn AC Milan á fimmtudaginn.
Hinn 22 ára gamli VIctor Pau skoraði bæði mörk Barcelona en hinn 19 ára gamli Nico Paz klóraði í bakkann fyrir Real Madrid undir lok leiksins.
Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, er ekki stressaður yfir úrslitunum á undirbúningstímabilinu.
„Við skulum ekki missa vitið. Þetta eru leikir á undirbúningstímabilinu, við erum án átta leikmanna. úrslitin eeru ekki eins mikilvæg og að leikmenn komist í gott stand. Við erum ekki að spá í taktískum vandræðum, bara að koma þeim sem eru að spila núna í gott stand. Við byrjum að vinna í taktík frá og með 7. ágúst," sagði Ancelotti.
Leikmenn á borð við Kylian Mbappe, Vinicius Jr. og Jude Bellingham eru ekki með liðinu í æfingaferðinni í Bandaríkjunum.