Frammistaðan var mikil vonbrigði. Fyrir utan fyrstu mínúturnar í sitthvorum hálfleiknum var bara annað lið sem vildi þetta meira. Við höfum sé meiri gæða fótboltaleik í Breiðholtinu áður en hugarfar míns liðs voru mikil vonbriðgi.
Sagði Gunnlaugur Jónsson eftir 2-1 tap gegn Leiknismönnum fyrr í kvöld.
Sagði Gunnlaugur Jónsson eftir 2-1 tap gegn Leiknismönnum fyrr í kvöld.
Lestu um leikinn: Leiknir R. 2 - 1 Þróttur R.
Við reyndum aðeins að lyfta þessu upp í seinni háfleik. Ekkert aðallega með varnarleikinn heldur líka sóknarleikinn. Þetta flæði sem hefur verið undanfarið sást ekki. Við missum okkar hættulegasta mann, Jesper, út en attitjútið er vonbrigði sem maður tekur út í þessum leik. Við erum með betra fótboltalið en Haukar og Leiknir en það þarf að fyglja vilji.
Þróttur var búið að vera á mikilli siglingu undanfarið en hefur nú tapað tveimur leikjum í röð og eru endanlega úr séns á Pepsídeildarsæti.
Þetta er gríðarlega svekkjandi. Við vorum á góðu skriði en í leikjum á undan vorum við að vinna í uppbótatíma en við skorum urmul af mörkum og erum óstöðvandi en fáum á fésið á móti Haukum sem barði okkur bara.
Það er gríðarlega mikilvægt að enda þetta mót vel. Við höfum nægan tíma til að undirbúa næsta leik vel. Við eigum erfiða leiki framundan en vonandi endum við þetta á góðum nótum.
Athugasemdir