Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   mán 07. desember 2020 14:25
Elvar Geir Magnússon
Búið að ákveða að reka Jón Þór - Tekur Þorsteinn við?
Þorsteinn Halldórsson.
Þorsteinn Halldórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur stjórn KSÍ þegar tekið ákvörðun um að láta Jón Þór Hauksson fara. Bæði A-landsliðin verða þá án þjálfara.

KSÍ hefur ekki tilkynnt ákvörðun sína opinberlega enda hefur ekki myndast tækifæri til að hitta Jón Þór þar sem hann hefur verið í heimkomusóttkví.

Búast má við tilkynningu frá KSÍ í dag eða á morgun.

Fótbolti.net telur að Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks, sé líklegastur sem næsti landsliðsþjálfari.

Elísabet Gunnarsdóttir hefur verið nefnd en talið er líklegt að hún vilji halda áfram með verkefni sitt hjá Kristianstad í Svíþjóð en liðið er komið í Meistaradeildina.

Freyr Alexandersson, Davíð Snorri Jónasson og Ian Jeffs voru einnig nefndir af Svövu Kristínu í fréttatíma Stöðvar í gær. Þá gætu Logi Ólafsson og Pétur Pétursson einnig komið til greina.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner