„Þetta var gott jafntefli og mikill bardagi á vellinum , þær eru með öflugt lið en heilt yfir fannst mér við vera betri í dag. Það er því óheppilegt að fara aðeins með jafntefli af velli en við horfum fram veginn. “ Sagði Madison Elise Wolfbauer leikmaður Keflavíkur eftir 1-1 jafntefli Keflavíkur gegn FH í Keflavík fyrr í kvöld.
Lestu um leikinn: Keflavík 1 - 1 FH
Leikurinn var hin ágætasta skemmtun og hart var barist enda á milli á vellinum. Það var þó lítið um eitthvað sem kalla má afgerandi marktækifæri í leiknum.
„Varnarlínan þeirra er mjög þétt, þær spila saman og þær gera það vel. Auðvitað vildum við láta reyna á markvörð þeirra sem við vissum að væri ung og að spila sinn fyrsta leik í efstu deild. Þetta er óheppni en svona er fótboltinn.“
Madison gerði mark Keflavíkur í leiknum snemma leiks með glæsilegu skoti utan teigs. Vissi hún um leið og hún hitti boltann að hann væri á leiðinni inn?
„Í hreinskilni sagt nei. Skotið var með vinstri og ég var að snúa, Ég var áður framherji samt þó ég hafi ekki spilað þá stöðu hér og ég hafði á tilfinningunni að mark væri á leiðinni. Ef ég held bara áfram að gera það sem ég á að gera á æfingum og þetta aukalega þá vissi ég að markið var á leiðinni.“
Sagði Madison en allt viðtalið við hana má sjá hér að ofan.
Athugasemdir