Nóg af Amorim tengdu slúðri - Arsenal horfir til Bayern - Chelsea horfir til Lecce - Gerrard ætlar að berjast
banner
   fim 13. apríl 2023 21:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Áfall fyrir Fram - Jannik Pohl frá í nokkra mánuði
Jannik í leiknum gegn FH.
Jannik í leiknum gegn FH.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Fram hefur orðið fyrir miklu áfalli í Bestu deild karla því sóknarmaðurinn Jannik Pohl er illa meiddur.

Jannik fór meiddur af velli í fyrstu umferðinni gegn FH, í leik sem endaði með 2-2 jafntefli. Núna liggur það fyrir að hann verður frá í um fjóra mánuði.

Danski sóknarmaðurinn gekkst undir rannsóknir hjá sérfræðingum í dag og þar kom í ljós hversu alvarleg meiðslin eru.

Um er að ræða liðbandameiðsli í hnénu en Jannik vonast til þess að snúa aftur seinna á tímabilinu og hjálpa Fram þá.

Jannik hefur verið g?íðarlega óheppinn með meiðsli á sínum ferli eins og hann lýsti í viðtali við Fótbolta.net fyrir tímabil.

Hann var búinn að eiga flott undirbúningstímabil og er þetta afar sorglegt fyrir hann og liðið.
Athugasemdir
banner