Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   mán 14. janúar 2019 12:30
Arnar Helgi Magnússon
Frederik Schram: Ég er mjög góður söngvari - Ég og Gummi syngjum mikið
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er flott. Veðrið er gott og æfingavöllurinn er frábær, hann er blautur þannig að það er hægt að spila hraðan fótbolta á honum," sagði Fredrik Schram aðspurður hvernig honum litist á Katar.

Fredrik Schram spilaði allar 90 mínúturnar í marki Íslands sem að gerði jafntefli við Svíþjóð í æfingaleik í Katar á föstudaginn.

Fredrik segist vonast eftir því að vera í landsliðshópnum þegar undankeppni EM hefst í mars.

„Auðvitað, ég vona það. Ég er ekki að hugsa svo mikið um það eins og staðan er. Ég reyni að einbeita mér eins mikið og ég get á hverri æfingu hérna úti."

„Hópurinn sem er hér úti er frábær. Margir af þessum strákum eru nýjir í hópnum og þeir hafa háleit markmið og drauma."

Fredrik Schram og Hjörtur Hermansson mynduðu lið í Pub Quiz-i sem að haldið var fyrir landsliðshópinn á hótelinu í Katar um helgina.

„Ég skildi ekki allt sem var verið að spyrja um, Hjörtur þurfti að þýða fyrir mig. Hjörtur er klókur og við mynduðum gott lið. Við hefðum unnið ef að við hefðum svarað spurningunni um Panama rétt!"

Fredrik á íslenska móður en hann hefur þó aldrei spilað hér á landi né búið. Athygli hefur vakið að Fredrik syngur íslenska þjóðsönginn hátt og snjallt fyrir leiki.

„Ég er bara mjög góður söngvari. Ég og Gummi Tóta erum saman í herbergi og við syngjum allan daginn. Af hverju ekki að syngja þjóðsönginn þegar ég kann hann?."

„Ég heyrði hann alltaf þegar ég var að spila með yngri landsliðunum og það var pirrandi að geta ekki sungið með þá svo að ég ákvað að læra hann."

Viðtalið við Fredrik má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner