Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
Ómar Ingi: Eðlilega verður róðurinn þyngri
Siggi Höskulds: Áttum að skora miklu fleiri mörk
Mikael: Ef menn vilja vera áfram í KFA þurfa menn að horfa á þennan leik
Eyþór: Talað um báða titlana frá fyrsta samtali
Marc McAusland: Lífið er gott í ÍR
   mán 14. janúar 2019 12:30
Arnar Helgi Magnússon
Frederik Schram: Ég er mjög góður söngvari - Ég og Gummi syngjum mikið
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er flott. Veðrið er gott og æfingavöllurinn er frábær, hann er blautur þannig að það er hægt að spila hraðan fótbolta á honum," sagði Fredrik Schram aðspurður hvernig honum litist á Katar.

Fredrik Schram spilaði allar 90 mínúturnar í marki Íslands sem að gerði jafntefli við Svíþjóð í æfingaleik í Katar á föstudaginn.

Fredrik segist vonast eftir því að vera í landsliðshópnum þegar undankeppni EM hefst í mars.

„Auðvitað, ég vona það. Ég er ekki að hugsa svo mikið um það eins og staðan er. Ég reyni að einbeita mér eins mikið og ég get á hverri æfingu hérna úti."

„Hópurinn sem er hér úti er frábær. Margir af þessum strákum eru nýjir í hópnum og þeir hafa háleit markmið og drauma."

Fredrik Schram og Hjörtur Hermansson mynduðu lið í Pub Quiz-i sem að haldið var fyrir landsliðshópinn á hótelinu í Katar um helgina.

„Ég skildi ekki allt sem var verið að spyrja um, Hjörtur þurfti að þýða fyrir mig. Hjörtur er klókur og við mynduðum gott lið. Við hefðum unnið ef að við hefðum svarað spurningunni um Panama rétt!"

Fredrik á íslenska móður en hann hefur þó aldrei spilað hér á landi né búið. Athygli hefur vakið að Fredrik syngur íslenska þjóðsönginn hátt og snjallt fyrir leiki.

„Ég er bara mjög góður söngvari. Ég og Gummi Tóta erum saman í herbergi og við syngjum allan daginn. Af hverju ekki að syngja þjóðsönginn þegar ég kann hann?."

„Ég heyrði hann alltaf þegar ég var að spila með yngri landsliðunum og það var pirrandi að geta ekki sungið með þá svo að ég ákvað að læra hann."

Viðtalið við Fredrik má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner