Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
banner
föstudagur 4. júlí
Lengjudeild karla
miðvikudagur 2. júlí
Landslið kvenna - EM 2025
þriðjudagur 1. júlí
Mjólkurbikar karla
mánudagur 30. júní
2. deild karla
laugardagur 28. júní
Lengjudeild karla
fimmtudagur 26. júní
Lengjudeild karla
þriðjudagur 24. júní
Lengjudeild kvenna
fimmtudagur 19. júní
Mjólkurbikar karla
Lengjudeild karla
Lengjudeild kvenna
Mjólkurbikar karla
fimmtudagur 12. júní
Mjólkurbikar kvenna
Lengjudeild kvenna
Mjólkurbikar kvenna
miðvikudagur 11. júní
þriðjudagur 10. júní
Vináttulandsleikur
föstudagur 6. júní
Vináttulandsleikur
Besta-deild kvenna
Lengjudeild kvenna
fimmtudagur 5. júní
þriðjudagur 3. júní
Þjóðadeild kvenna
mánudagur 2. júní
Besta-deild karla
laugardagur 31. maí
2. deild karla
miðvikudagur 2. júlí
HM félagsliða
Dortmund 2 - 1 Monterrey
þri 14.jan 2020 11:00 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

„Maður getur orðið alveg bilaður ef maður hlustar á alla misgáfulega gagnrýni"

Markvörðurinn Anton Ari Einarsson söðlaði um og gekk í raðir Breiðabliks frá Val eftir að tímabilinu lauk í Pepsi Max-deildinni í haust.

Hann gekk í raðir Vals frá uppeldisfélagi sínu, Aftureldingu, árið 2014 og fór í tvígang á lán frá Valsmönnum áður en hann varð aðalmarkvörður Vals sumarið 2016.

Anton þurfti að verma varamannabekkinn í flestum leikjum Vals á leiktíðinni þar sem landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson gekk í raðir félagsins fyrir síðasta timabil.
Anton þurfti að verma varamannabekkinn í flestum leikjum Vals á leiktíðinni þar sem landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson gekk í raðir félagsins fyrir síðasta timabil.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Anton fékk tækifæri þar sem Hannes fékk rautt spjald í síðasta leik fyrir mót. Hér er Anton í leiknum gegn Víkingi, opnunarleiknum.
Anton fékk tækifæri þar sem Hannes fékk rautt spjald í síðasta leik fyrir mót. Hér er Anton í leiknum gegn Víkingi, opnunarleiknum.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Anton fagnar ásamt liðsfélögum sínum Íslandsmeistaratitlinum árið 2018.
Anton fagnar ásamt liðsfélögum sínum Íslandsmeistaratitlinum árið 2018.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Anton í leik með uppeldisfélaginu.
Anton í leik með uppeldisfélaginu.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varið skot með Tindastóli.
Varið skot með Tindastóli.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrsta tækifæri Antons kom undir lok ársins 2014 en þá lék hann síðustu sex leikina hjá Val í Pepsi-deildinni eftir að hafa verið á láni hjá Tindastóli fyrri hluta sumars.

Árið 2015 var hann að mestu leyti á varamannabekknum en lék þó alls þrjá og hálfan leik í deildinni fyrir Val. Fyrir tímabilið 2016 var Anton lánaður til Grindavíkur og lék fyrsta leik í Inkasso-deildinni með Grindavík.

„Leit á þetta þannig að ég þyrfti að bæta í og standa mig vel svo ég færi ekki aftur á bekkinn"
Fyrir leik þrjú í Pepsi-deildinni var Anton kallaður heim í Val og lék síðustu 20 umferðirnar með Val. Það ár varð Valur bikarmeistari með Anton í markinu. Anton hafði árið áður verið varamarkvörður þegar Valur lyfti bikarmeistaratitlinum árið 2015.

„Vissulega var þetta mikil viðurkenning og staðfesting á því að maður var að gera eitthvað rétt"
Fótbolti.net hafði samband við hinn 25 ára gamla Anton Ara og byrjað var á að spyrja hann út í fyrstu skrefin hjá Val.

„Ég hef alltaf verið á því að þegar leikmenn eru ungir, og þá sérstaklega markmenn, að þá sé gríðarlega mikilvægt að fá að spila alvöru leiki."

„Það er svo mikilvægt að fá reynsluna úr alvöru leikjum, að því sögðu þá langaði mig að spila meira um sumarið,"
sagði Anton Ari um sumarið 2015 hjá Val.

Kallaður til baka úr láni og varð bikarmeistari
Eftir takmarkaðan spilatíma árið 2015 var Anton lánaður til Grindavíkur í 1. deildina fyrir tímabilið 2016. Anton lék fyrsta deildarleik tímabilsins með Grindavík en var í kjölfarið kallaður aftur í Val. Frá og með þriðju umferð lék Anton alla deildar- og bikarleiki í liði Vals sem varð bikarmeistari um haustið.

„Ég sá fram á að fá ekki nægilega mikinn spiltíma hjá Val. Ég fór því á lán til Grindavíkur sem var þá að spila í 1. deild til að spila alla leiki."

„Ég var svo kallaður til baka eftir einn leik í deildinni þegar Ingvar Kale meiddist. Fyrstu leikirnir fóru að mig minnir ágætlega og ég hélt stöðunni út mótið."


Tækifæri sem þurfti að nýta
Efaðist Anton aldrei, á þessum tímapunkti þegar Valur kallaði hann til baka, um að þetta væri rangt skref? Hann fengi leiki til að byrja með en myndi svo enda aftur á bekknum í stað þess að spila alla leiki hjá Grindavík. Fréttaritari spurði Anton út í hugsanir hans vorið 2016.

„Þetta var náttúrulega aldrei mín ákvörðun þegar Valur kallaði mig til baka úr láni."

„En ég leit á þetta þannig að ég þyrfti að bæta í og standa mig vel svo ég færi ekki aftur á bekkinn."


Íslandsmeistarar tvö ár í röð en Anton talsvert gagnrýndur
Tímabilin 2017 og 2018 voru góð hjá Val. Liðið sigraði Pepsi-deildina bæði tímabilin og Anton varði mark félagsins. Anton fékk talsverða gagnrýni fyrir sína frammistöðu. Hann var beðinn um að bera saman Íslandsmeistaratímabilin tvö.

„Að sjalfsögðu verður maður var við gagnrýnina að einhverju leyti"
„Munurinn á tímabilunum 2017 og 18 var sá að 2018 var, að mér fannst, töluvert erfiðara. Ég er á því að það sé erfiðara að verja titil heldur en að vinna hann i fyrsta skipti - öll lið mæta 'extra' gíruð til að vinna meistarana frá því árið áður."

„Ég fylgist mjög lítið með allri umræðu um Pepsi Max-deildina en að sjalfsögðu verður maður var við gagnrýnina að einhverju leyti."

„Mér finnst best að leyfa utanaðkomandi gagnrýni bara að fara inn um annað eyrað og svo út um hitt - maður getur orðið alveg bilaður ef maður hlustar á alla misgáfulega gagnrýni."


Erfitt að taka því þegar landsliðsmarkvörðurinn kom
Fyrir tímabilið síðasta sumar, sumarið 2019, var Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður, fenginn í Val. Ljóst var því að á brattann yrði að sækja fyrir Anton Ara hvað spilmínútur varðaði. Var þetta erfiðasta mögulega samkeppni sem möguleiki var á þeim tímapunkti?

„Það var erfitt að taka því þegar að Hannes kom og það er eflaust rétt að þetta var erfiðasta samkeppni sem hægt var að fá."

Hvernig undirbjó Anton sig fyrir leiki í sumar? Anton lék þrjá deildarleiki, tvo Evrópudeildarleiki og hálfleik í Meistarakeppni KSÍ á liðnu tímabili.

„Ég reyndi að undirbúa mig eins og að ég væri að fara spila alla leiki og þá kom það mér ekki úr jafnvægi ef ég þurfti að koma inn á eða fékk að vita stuttu fyrir leik að ég ætti að spila."

Skemmtilegur tími en hefði mátt enda á betri nótum
Eins og komið var inn á í upphafi greinar er Anton genginn í raðir Breiðabliks og hefur því yfirgefið Val. Hvernig gerir hann upp tímann hjá Val?

„Þetta var mjög skemmtilegur og lærdómsríkur tími þar sem ég öðlaðist mikla reynslu. Ég tel að ég hafi bætt mig mikið sem leikmaður hjá Val og kynntist hjá félaginu mikið af frábæru fólki."

„Skemmtilegur tími þó að síðasta tímabilið hefði auðvitað mátt vera betra,"
sagði Anton um tíma sinn hjá Val.

Mikil viðurkenning að vera valinn í landsliðshóp
Anton var valinn í landsliðshóp fyrst árið 2017 þegar hann var varamarkvörður gegn Mexíkó í æfingaleik. Árið 2018 var hann svo valinn á ný og spilaði sinn fyrsta landsleik þegar hann lék seinni hálfleikinn gegn Indónesíu. Fyrir um ári síðan lék hann svo síðustu tíu mínúturnar gegn Eistlandi.

Anton var að lokum spurður út í landsliðiðið: Hvernig var að fá kallið í hópinn og í kjölfarið vera í umræðunni sem einn af þeim markvörðum sem kæmu til greina í hópinn í keppnisleikjum?

„Það var að sjálfögðu heiður að vera valinn í landsliðið. Það var mjög góð og skemmtileg reynsla að sjá hvernig allt er í kringum liðið og fá að kynnast því umhverfi."

„Ég var nú sjálfur aldrei að gera ráð fyrir því að vera valinn í hóp í keppnisleikjunum þó svo að það hafi mögulega verið í umræðunni."

„Vissulega var þetta mikil viðurkenning og staðfesting á því að maður var að gera eitthvað rétt,"
sagði Anton að lokum.
Athugasemdir
banner