Man City hefur áhuga á Pogba - Barist um Kudus - Amorim ætlar að styrkja hóp Man Utd
   sun 15. desember 2024 14:45
Brynjar Ingi Erluson
Látinn fara hálfu ári eftir að hafa stýrt liðinu upp um deild
Mynd: Getty Images
Enska B-deildarfélagið Oxford United hefur sagt skilið við enska stjórann Des Buckingham aðeins hálfu ári eftir að hafa stýrt liðinu upp um deild.

Buckingham tók við Oxford í nóvember á síðasta ári og kom liðinu í umspilið.

Liðið vann úrslitaleikinn gegn Bolton Wanderers, 2-0, á Wembley og kom Oxford upp í B-deildina sem var þeirra fyrsta tímabil í næst efstu deild síðan1999.

Eins og við var að búast hefur þetta tímabil verið þeim erfitt og liðið aðeins unnið einn af síðustu fimmtán deildarleikjum.

Oxford tapaði fyrir Sheffield Wednesday á heimavelli í gær sem var síðasti leikurinn undir stjórn Buckingham en félagið greindi frá brottrekstri hans í dag.

Oxford er í 20. sæti B-deildarinnar með 18 stig, einu stigi fyrir ofan fallsæti.


Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Sheffield Utd 21 14 5 2 30 11 +19 45
2 Leeds 21 12 6 3 37 15 +22 42
3 Burnley 21 11 8 2 26 8 +18 41
4 Sunderland 21 11 7 3 32 17 +15 40
5 Blackburn 20 11 4 5 25 17 +8 37
6 Middlesbrough 21 10 4 7 35 25 +10 34
7 Watford 20 10 4 6 29 26 +3 34
8 West Brom 21 7 11 3 24 16 +8 32
9 Sheff Wed 21 8 5 8 26 30 -4 29
10 Swansea 21 7 6 8 23 22 +1 27
11 Bristol City 21 6 9 6 26 26 0 27
12 Norwich 21 6 8 7 36 32 +4 26
13 Millwall 20 6 7 7 20 18 +2 25
14 Derby County 21 6 6 9 26 26 0 24
15 Coventry 21 6 6 9 27 30 -3 24
16 Preston NE 21 4 11 6 21 27 -6 23
17 Stoke City 21 5 7 9 23 28 -5 22
18 QPR 21 4 10 7 21 27 -6 22
19 Luton 21 6 4 11 23 37 -14 22
20 Oxford United 20 4 6 10 21 33 -12 18
21 Cardiff City 20 4 6 10 19 32 -13 18
22 Portsmouth 19 3 8 8 21 34 -13 17
23 Plymouth 20 4 5 11 19 42 -23 17
24 Hull City 21 3 7 11 19 30 -11 16
Athugasemdir
banner
banner