Manchester City og Manchester United mætast í grannaslag í 16. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á Etihad-leikvanginum klukkan 16:30 í dag.
Pep Guardiola, stjóri Man City, gerir tvær breytingar frá síðasta leik en Phil Foden og Matheus Nunes koma inn fyrir Rico Lewis, sem er í banni, og Jack Grealish, sem fer á bekkinn.
Man City: Ederson, Walker, Dias, Gvardiol, Gundogan, De Bruyne, Bernardo, Nunes, Foden, Doku, Haaland
Varamenn: Ortega Moreno, Stones, Kovacic, Grealish, Savinho, Simpson-Pusey, Mubama, O'Reilly, McAtee
Ruben Amorim gerir fjórar breytingar frá sigri Man Utd á Viktoria Plzen í Evrópudeildinni í vikunni. Harry Maguire, Rasmus Höjlund, Manuel Ugarte og Mason Mount koma inn, en þeir Tyrell Malacia, Joshua Zirkzee og Casemiro taka sér sæti á bekknum.
Alejandro Garnacho og Marcus Rashford eru ekki í hópnum hjá United. Félagið greinir yfirleitt frá því þegar stór nöfn eru ekki í hópnum, ýmist vegna meiðsla eða veikinda, en það var ekki gert í dag sem vekur upp stórar spurningar.
Man Utd: Onana, Mazraoui, De Ligt, Maguire, Martínez, Dalot, Ugarte, Mount, Fernandes, Amad, Höjlund.
Varamenn: Bayindir, Lindelöf, Malacia, Yoro, Casemiro, Eriksen, Mainoo, Antony, Zirkzee.
Athugasemdir