Norski sóknarmaðurinn Erling Braut Haaland getur tekið fram úr frönsku goðsögninni Eric Cantona er Manchester City og Manchester United mætast í grannaslag í ensku úrvalsdeildinni í dag.
Liðin tvö eigast við á Etihad-leikvanginum klukkan 16:30 og verður Haaland væntanlega fremsti maður hjá Man City.
Hann hefur komið að níu mörkum í þeim fjórum Manchester-leikjum sem hann hefur tekið þátt í og er nú í þriðja sæti yfir leikmenn sem hafa komið að flestum mörkum í þessum mikla slag.
Cantona spilaði sex sinnum gegn Man City og kom að tíu mörkum, en Haaland á góðan möguleika á því að minnsta kosti jafna hann í dag.
Ryan Giggs er efstur á listanum en hann kom að þrettán mörkum í 29 leikjum gegn Man City á ferlinum.
Athugasemdir