Man City hefur áhuga á Pogba - Barist um Kudus - Amorim ætlar að styrkja hóp Man Utd
   sun 15. desember 2024 16:14
Brynjar Ingi Erluson
England: Palace fyrsta liðið til að vinna Brighton á heimavelli
Ismaila Sarr var frábær hjá Palace
Ismaila Sarr var frábær hjá Palace
Mynd: Getty Images
Marc Guehi er búinn að skora tvö sjálfmörk á tveimur vikum
Marc Guehi er búinn að skora tvö sjálfmörk á tveimur vikum
Mynd: Getty Images
Brighton 1 - 3 Crystal Palace
0-1 Trevoh Chalobah ('27 )
0-2 Ismaila Sarr ('33 )
0-3 Ismaila Sarr ('82 )
1-3 Marc Guehi ('87 , sjálfsmark)

Crystal Palace vann 3-1 sigur á Brighton í 16. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á AMEX-leikvanginum í dag en Palace varð um leið fyrsta liðið til að vinna Brighton heima á tímabilinu.

Brighton hafði unnið þrjá og gert fimm jafntefli á heimavelli á tímabilinu á meðan Palace hafði aðeins unnið einn útileik.

Heimamenn voru betri aðilinn stærstan hluta fyrri hálfleiks en nýttu stöðurnar illa. Palace refsaði þeim með tveimur mörkum á sex mínútum.

Trevoh Chalobah skoraði eftir hornspyrnu á 27. mínútu algerlega gegn gangi leiksins en þetta mark kom Palace í gírinn því sex mínútum síðar bætti Ismaila Sarr við öðru. Tyreek Mitchell fékk boltann á vinstri vængnum, kom með fyrirgjöfina á Sarr sem stangaði boltann í markið.

Eberechi Eze var ekki langt frá því að koma Palace í 3-0 undir lok fyrri hálfleiks en skallinn rétt framhjá markinu. Gestirnir þó ánægðir að fara inn í hálfleik með tveggja marka forystu.

Brighton byrjaði síðari hálfleikinn eins og þann fyrri en Dean Henderson var vandanum vaxinn í markinu. Fyrst varði hann þrumuskalla frá Lewis Dunk og síðan nákvæmt skot Julio Enciso.

Sjö mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma gerði Sarr út um leikinn er hann hljóp á sendingu Eddie Nketiah og skilaði boltanum í netið.

Brighton tókst að minnka muninn nokkrum mínútum síðar er Marc Guehi, fyrirliði Palace, skilaði boltanum í eigið net eftir hornspyrnu. Annað sjálfsmark hans á tveimur vikum, en hann gerði sjálfsmark í 1-1 jafntefli gegn Newcastle í lok nóvember.

Palace fagnaði góðum sigri og öðrum útisigri liðsins á tímabilinu, en Brighton að tapa fyrsta heimaleiknum síðan gegn Manchester United í maí á síðasta tímabili.

Palace er í 15. sæti með 16 stig en Brighton í 9. sæti með 24 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner