Man City hefur áhuga á Pogba - Barist um Kudus - Amorim ætlar að styrkja hóp Man Utd
   sun 15. desember 2024 16:30
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Albert líflegur í tapi - Þórir spilaði hálftíma fjórða sigri Lecce
Albert byrjaði sinn fyrsta leik síðan í október
Albert byrjaði sinn fyrsta leik síðan í október
Mynd: Getty Images
Þórir Jóhann spilaði hálftíma með Lecce
Þórir Jóhann spilaði hálftíma með Lecce
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Albert Guðmundsson og Þórir Jóhann Helgason voru báðir á ferðinni í Seríu A á Ítalíu í dag.

Albert var að byrja sinn fyrsta deildarleik síðan í lok október og gerði ágætlega á klukkutímanum sem hann spilaði.

Hann var allt í öllu fyrstu mínúturnar. Albert var ekki langt frá því að skora er hann fékk boltann í teignum og reyndi að vippa honum yfir Lukasz Skorupski sem náði að bjarga.

Þá lagði hann upp ágætis færi fyrir Danilo Cataldi en Skorupski kom aftur til bjargar.

Albert fór af velli á 58. mínútu og mínútu síðar skoruðu heimamenn í Bologna sigurmarkið. Danski leikmaðurinn Jens Odgaard gerði það og þar við sat.

Fyrsta tap Fiorentina í deildinni síðan í september staðreynd og liðið nú í 4. sæti með 31 stig á meðan Bologna er með 25 stig í 7. sæti.

Þórir Jóhann Helgason kom inn á þegar hálftími var eftir í 2-1 sigri Lecce á Monza.

FH-ingurinn hefur verið að koma inn á í síðustu leikjum hjá Lecce sem er í 13. sæti með 16 stig.

Hellas Verona vann þá 3-2 sigur á nýliðum Parma. Marokkómaðurinn Abdou Harroui lagði upp tvö mörk fyrir Verona sem fer upp í 16. sæti með 14 stig eins og Parma sem er í sætinu fyrir ofan.

Bologna 1 - 0 Fiorentina
1-0 Jens Odgaard ('59 )

Lecce 2 - 1 Monza
1-0 Tete Morente ('3 )
1-0 Nikola Krstovic ('13 , Misnotað víti)
1-1 Patrick Dorgu ('37 , sjálfsmark)
2-1 Nikola Krstovic ('44 )

Parma 2 - 3 Verona
0-1 Diego Coppola ('5 )
1-1 Simon Sohm ('19 )
1-2 Amin Sarr ('57 )
1-3 Daniel Mosquera ('75 )
2-3 Simon Sohm ('90 )
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Atalanta 16 12 1 3 39 17 +22 37
2 Napoli 16 11 2 3 24 11 +13 35
3 Inter 14 9 4 1 34 15 +19 31
4 Fiorentina 15 9 4 2 28 11 +17 31
5 Lazio 15 10 1 4 30 17 +13 31
6 Juventus 16 6 10 0 26 12 +14 28
7 Bologna 15 6 7 2 21 18 +3 25
8 Milan 14 6 4 4 24 16 +8 22
9 Udinese 16 6 2 8 19 25 -6 20
10 Empoli 16 4 7 5 14 16 -2 19
11 Torino 16 5 4 7 17 20 -3 19
12 Roma 16 4 4 8 18 23 -5 16
13 Lecce 16 4 4 8 10 27 -17 16
14 Parma 16 3 6 7 23 28 -5 15
15 Como 16 3 6 7 18 28 -10 15
16 Genoa 15 3 6 6 13 24 -11 15
17 Verona 16 5 0 11 21 39 -18 15
18 Cagliari 16 3 5 8 15 26 -11 14
19 Monza 16 1 7 8 14 21 -7 10
20 Venezia 16 2 4 10 15 29 -14 10
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner