Haaland að fá nýjan risasamning - Ruud í molum - Llorente aftur í úrvalsdeildina? - Cherki til Liverpool?
   mán 18. desember 2017 18:22
Elvar Geir Magnússon
Ísland mætir Perú í New York í mars
Icelandair
Ísland fer til Bandaríkjanna.
Ísland fer til Bandaríkjanna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Edwin Oviedo, forseti knattspyrnusambands Perú, hefur staðfest að Perú muni leika vináttulandsleik gegn Íslandi þann 27. mars á komandi ári. Leikurinn mun fara fram í New York.

Strákarnir okkar munu því halda til Bandaríkjanna til að búa sig undir HM í Rússlandi en samkvæmt heimildum Fótbolta.net mun liðið leika annan leik í Bandaríkjunum, sá mun verða spilaður í San Francisco.

Ekki hefur verið gefið út hver mótherji Íslands verður í hinum leiknum.

Ísland mun spila tvo vináttuleiki á Íslandi í maí og júní áður en farið verður á HM í Rússlandi. Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, staðfesti þetta á fréttamannafundi á föstudag.

Heimir staðfesti að búið sé að ganga frá vináttuleikjum við þjóðir frá Suður-Ameríku (Perú) og Afríku til að undirbúa Ísland undir leikina gegn Argentínu og Nígeríu á HM. Þá er Ísland einnig í riðli með Króatíu á HM í Rússlandi.

Perú er í riðli með Frakklandi, Danmörku og Ástralíu á HM næsta sumar. Liðið mætir Danmörku í fyrsta leik þann 16. júní eða sama dag og Ísland mætir Argentínu.


Athugasemdir
banner
banner