Víkingur R. hefur samið við norska bakvörðinn Jörgen Richardsen en hann mun leika með liðinu í Pepsi-deildinni í sumar. Heimir Gunnlaugsson formaður meistaraflokksráðs Víkings staðfesti þetta í samtali við Fótbolta.net í dag.
Hinn 29 ára gamli Jörgen gerði tveggja ára samning með endurskoðunarákvæði eftir tímabilið.
Hinn 29 ára gamli Jörgen gerði tveggja ára samning með endurskoðunarákvæði eftir tímabilið.
„Þetta kemur í gegnum meðmæli sem Logi (Ólafsson, þjálfari) fékk frá Noregi," sagði Heimir.
Richardsen hefur verið fastamaður í liði Kongsvinger í norsku B-deildinni en hann er jafnvígur á báða fætur og getur spilað bæði sem hægri og vinstri bakvörður.
Dofri Snorrason, hægri bakvörður Víkings, sleit hásin á dögunum og verður frá keppni þar til um mitt sumar. Vinstri bakvörðurinn Ívar Örn Jónsson fór í Val síðastliðið haust en á móti kom vinstri bakvörðurinn Sindri Scheving til Víkings.
Senegalskur markvörður mættur á reynslu
Víkingur hefur einnig fengið senegalska markvörðinn Serigne Mor Mbaye á reynslu en hann kom til landsins í gær. Hinn 22 ára gamli Serigne var síðast á mála hjá Kristiansund í norsku B-deildinni. Árið 2016 æfði hann með Fylki um mitt sumar en gekk ekki í raðir félagsins
Róbert Örn Óskarsson hefur ekkert verið með Víkingi í vetur vegna meiðsla og óvíst er með stöðuna á honum fyrir sumarið. Trausti SIgurbjörnsson hefur varið mark Víkings í fyrstu leikjunum í Lengjubikarnum en hann kom til félagsins frá Haukum í vetur.
Komnir:
Gunnlaugur Hlynur Birgisson frá Víkingi Ó.
Halldór Jón Sigurður Þórðarson frá Aftureldingu
Jörgen Richardsen frá Kongsvinger
Rick ten Voorde frá Hapoel Ramat Gan
Sindri Scheving frá Val
Sölvi Geir Ottesen frá Guangzhou R&F
Trausti Sigurbjörnsson frá Haukum
Farnir:
Geoffrey Castillion í FH
Ívar Örn Jónsson í Val
Viktor Bjarki Arnarsson í HK
Athugasemdir