Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   fös 26. janúar 2018 15:22
Magnús Már Einarsson
Dofri fer í aðgerð - Missir af fyrstu mánuðum mótsins
Dofri Snorrason.
Dofri Snorrason.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Dofri Snorrason, leikmaður Víkings R, þarf að fara í aðgerð eftir að hann sleit hásin í leik gegn KR í Reykjavíkurmótinu fyrir viku síðan.

Dofri hafði fengið þær fréttir frá sérfræðingi í byrjun vikunnar að hann gæti náð byrjun tímabilsins í Pepsi-deildinni.

Eftir nánari skoðanir er ljóst að Dofri fer undir hnífinn og verður ekki klár fyrr en síðari hluta sumars.

„Eftir nánari skoðun hjá sérfræðingi þá var ákveðið að skera hann," sagði Heimir Gunnlaugsson formaður meistaraflokksráðs Víkings í samtali við Fótbolta.net í dag.

„Þetta verða því einhverjir fleiri mánuðir en var talað um í byrjun. Held það ætti samt alveg að vera séns að ná seinni hluta móts ef vel gengur."

Dofri er 27 ára gamall en hann hefur spilaði í bakverði og á kanti hjá Víkingi síðan hann kom til félagsins frá KR fyrir sumarið 2013.
Athugasemdir
banner
banner