Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   fim 20. júlí 2023 11:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aron ekki með í kvöld en getur mætt KR - „Hef fulla trú á þeim"
Aron Elís Þrándarson.
Aron Elís Þrándarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er gríðarlega gaman," segir Aron Elís Þrándarson um að vera kominn aftur í Víkingsbúninginn. Hann er búinn að vera æfa á fullu með liðinu og er orðinn löglegur fyrir næsta deildarleik gegn KR á sunnudaginn.

Miðjumaðurinn skrifaði undir fjögurra ára samning við uppeldisfélagið sitt undir lok síðasta mánaðar. Hann hefur lengi verið í atvinnumennsku í Noregi og í Danmörku.

Það hefur margt breyst frá því Aron lék síðast með Víkingum og liðið er núna eitt það besta á Íslandi. „Það er búið að bæta mikið hérna og það er mikið 'professional' í þessu félagi. Þetta er besta félagið á Íslandi, finnst mér. Það er drullugaman að vera kominn heim."

„Allir í kringum félagið eiga mikið hrós - stjórn, leikmenn, stuðningsmenn og þjálfarar. Það er búið að bæta allt og það gerist ekki af sjálfu sér."

Aron verður ekki með þegar Víkingur spilar gegn Riga í Sambandsdeildinni í kvöld þar sem hann fékk ekki leikheimild fyrir þann leik, en hann verður með gegn KR á sunnudaginn.

„Auðvitað vill maður spila, en ég hef fulla trú á því að strákarnir snúi þessu við," segir Aron en Víkingar eru 2-0 undir eftir fyrri leikinn. „Það verður örugglega stressandi að vera upp í stúku, það er eiginlega alltaf verra þar sem maður getur ekki gert neitt. En ég hef fulla trú á strákunum eftir að hafa verið með þeim á æfingum. Það eru bullandi gæði í okkar liði og ég hef fulla trú á þeim."

Hægt er að sjá allt viðtalið við Aron í spilaranum hér fyrir ofan.

Sjá einnig:
Aron: Tékkaði ekki einu sinni á því hvort að annað félag hefði haft samband
Athugasemdir
banner
banner
banner