Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   fim 20. júlí 2023 11:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aron ekki með í kvöld en getur mætt KR - „Hef fulla trú á þeim"
Aron Elís Þrándarson.
Aron Elís Þrándarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er gríðarlega gaman," segir Aron Elís Þrándarson um að vera kominn aftur í Víkingsbúninginn. Hann er búinn að vera æfa á fullu með liðinu og er orðinn löglegur fyrir næsta deildarleik gegn KR á sunnudaginn.

Miðjumaðurinn skrifaði undir fjögurra ára samning við uppeldisfélagið sitt undir lok síðasta mánaðar. Hann hefur lengi verið í atvinnumennsku í Noregi og í Danmörku.

Það hefur margt breyst frá því Aron lék síðast með Víkingum og liðið er núna eitt það besta á Íslandi. „Það er búið að bæta mikið hérna og það er mikið 'professional' í þessu félagi. Þetta er besta félagið á Íslandi, finnst mér. Það er drullugaman að vera kominn heim."

„Allir í kringum félagið eiga mikið hrós - stjórn, leikmenn, stuðningsmenn og þjálfarar. Það er búið að bæta allt og það gerist ekki af sjálfu sér."

Aron verður ekki með þegar Víkingur spilar gegn Riga í Sambandsdeildinni í kvöld þar sem hann fékk ekki leikheimild fyrir þann leik, en hann verður með gegn KR á sunnudaginn.

„Auðvitað vill maður spila, en ég hef fulla trú á því að strákarnir snúi þessu við," segir Aron en Víkingar eru 2-0 undir eftir fyrri leikinn. „Það verður örugglega stressandi að vera upp í stúku, það er eiginlega alltaf verra þar sem maður getur ekki gert neitt. En ég hef fulla trú á strákunum eftir að hafa verið með þeim á æfingum. Það eru bullandi gæði í okkar liði og ég hef fulla trú á þeim."

Hægt er að sjá allt viðtalið við Aron í spilaranum hér fyrir ofan.

Sjá einnig:
Aron: Tékkaði ekki einu sinni á því hvort að annað félag hefði haft samband
Athugasemdir
banner
banner