Aston Villa íhugar að fá De Bruyne - Stórliðin á eftir argentínsku ungstirni - Verður Farke rekinn?
Elmar Cogic: Allir góðir hlutir taka tíma
Sölvi: Neita að trúa því að það séu einhver þreytumerki á okkur
Magnús Már: Þetta er það sem gerist ef það er trú og liðsheild
Alex Freyr: Gleymist í umræðunni að við erum með hörkulið
„Fúlt að tapa fótboltaleik ef við getum kallað þetta fótboltaleik"
Þórsvöllur er gryfja - „Elska þetta vallarstæði"
Gabríel Hrannar: Er fyrst og fremst svekktur
Dóri Árna: Hefði sagt það sama við þig
Óli Valur: Töluvert minna baul en ég bjóst við
Heimir Guðjóns eftir fyrsta stigið: Einhverstaðar verðum við að byrja
Jökull: Svona 300 augnablik sem maður getur tekið
Höskuldur hetjan í lokin: Var búinn að hlaða fótinn helvíti illa
Óskar Hrafn: Ég er alltaf geggjaður
Túfa: Verð gráhærður að bíða eftir að liðið haldi hreinu
Haddi: Ekki sóknarleikurinn sem er vandamálið
Þegar Arnar og Bjarki mættu í KR - „Ég trompaðist þegar hann tók þessa ákvörðun“
Óli Kristjáns: Okkur fannst hann fara í hendina
Elaina Carmen: Mikill heiður að spila fyrir Fram
Thelma Karen: Unnum okkur hægt og rólega inn í leikinn
Nik um meiðsli Barbáru: Líklega úlnliðsbrot
   fim 20. júlí 2023 11:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aron ekki með í kvöld en getur mætt KR - „Hef fulla trú á þeim"
Aron Elís Þrándarson.
Aron Elís Þrándarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er gríðarlega gaman," segir Aron Elís Þrándarson um að vera kominn aftur í Víkingsbúninginn. Hann er búinn að vera æfa á fullu með liðinu og er orðinn löglegur fyrir næsta deildarleik gegn KR á sunnudaginn.

Miðjumaðurinn skrifaði undir fjögurra ára samning við uppeldisfélagið sitt undir lok síðasta mánaðar. Hann hefur lengi verið í atvinnumennsku í Noregi og í Danmörku.

Það hefur margt breyst frá því Aron lék síðast með Víkingum og liðið er núna eitt það besta á Íslandi. „Það er búið að bæta mikið hérna og það er mikið 'professional' í þessu félagi. Þetta er besta félagið á Íslandi, finnst mér. Það er drullugaman að vera kominn heim."

„Allir í kringum félagið eiga mikið hrós - stjórn, leikmenn, stuðningsmenn og þjálfarar. Það er búið að bæta allt og það gerist ekki af sjálfu sér."

Aron verður ekki með þegar Víkingur spilar gegn Riga í Sambandsdeildinni í kvöld þar sem hann fékk ekki leikheimild fyrir þann leik, en hann verður með gegn KR á sunnudaginn.

„Auðvitað vill maður spila, en ég hef fulla trú á því að strákarnir snúi þessu við," segir Aron en Víkingar eru 2-0 undir eftir fyrri leikinn. „Það verður örugglega stressandi að vera upp í stúku, það er eiginlega alltaf verra þar sem maður getur ekki gert neitt. En ég hef fulla trú á strákunum eftir að hafa verið með þeim á æfingum. Það eru bullandi gæði í okkar liði og ég hef fulla trú á þeim."

Hægt er að sjá allt viðtalið við Aron í spilaranum hér fyrir ofan.

Sjá einnig:
Aron: Tékkaði ekki einu sinni á því hvort að annað félag hefði haft samband
Athugasemdir
banner