Davies fer líklega til Real Madrid - Liverpool ræðir við Díaz - Varnarmaður Arsenal til Ítalíu?
   sun 22. september 2024 11:00
Ívan Guðjón Baldursson
Toney launahæsti Englendingurinn - Tvöfalt hærri en Kane
Mynd: Getty Images
Capology birtir ýmsar tölur úr fjármálaheimi fótboltans og reynir að halda utan um laun leikmanna eftir bestu getu.

Þar kemur fram að enski framherjinn Ivan Toney, sem var seldur frá Brentford og til Al-Ahli um síðustu mánaðamót, sé langlaunahæsti Englendingurinn í fótboltaheiminum í dag.

Capology reiknar út launagreiðslur eftir skatt og þar trónir Toney á toppinum með 400 þúsund pund í vikulaun.

Harry Kane, landsliðsfyrirliði Englands og lykilmaður í stórveldi FC Bayern, er næstlaunahæstur með 217 þúsund pund á viku.

Jack Grealish og Marcus Rashford eru jafnir með 165 þúsund pund í vikulaun en þar á eftir koma Jude Bellingham, Reece James, Mason Mount, John Stones, Declan Rice og Phil Foden.
Athugasemdir
banner
banner