Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
   fös 24. maí 2024 19:20
Brynjar Ingi Erluson
Andri og Eggert höfðu betur gegn Birni og Gísla
Andri Fannar í leik með Elfsborg
Andri Fannar í leik með Elfsborg
Mynd: Guðmundur Svansson
Sænska liðið Elfsborg vann 2-0 sigur á Halmstad í sannkölluðum Íslendingaslag í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Andri Fannar Baldursson var í byrjunarliði Elfsborg á meðan Eggert Aron Guðmundsson var á bekknum, en þeir Birnir Snær Ingason og Gísli Eyjólfsson byrjuðu báðir hjá Halmstad.

Mörk Elfsborg komu á 49. mínútu og 89. mínútu leiksins en Elfsborg fer upp fyrir Halmstad á töflunni og er nú með 16 stig í 6. sæti en Halmstad í 8. sæti með 15 stig.

Eggert Aron sat allan tímann á varamannabekk Elfsborg og þá fór Birnir af velli á 67. mínútu í liði Halmstad.

Ágúst Eðvald Hlynsson var í byrjunarliði AB sem gerði 3-3 jafntefli við Roskilde í dönsku C-deildinni. Jóhannes Karl Guðjónsson var á dögunum ráðinn nýr þjálfari liðsins, en hann mun formlega taka við liðinu á mánudag.

AB er í neðsta sæti meistarariðilsins með 34 stig.

Íslendingarnir í SönderjyskE fengu hvíld í lokaumferð dönsku B-deildarinnar. Liðið varð meistari á dögunum en þeir Daníel Leó Grétarsson, Atli Barkarson og Kristall Máni Ingason eru allir á mála hjá félaginu.

Nóel Atli Arnórsson var í vörn Álaborgar sem vann 3-2 sigur á Kolding. Davíð Ingvarsson var í byrjunarliði Kolding, en Ari Leifsson var ekki með.
Athugasemdir
banner
banner