Guehi vill fara til Liverpool - Viðræður við Gordon ganga illa - Man Utd skoðar stjóra
   fim 20. júní 2024 20:37
Ívan Guðjón Baldursson
Guðrún skoraði í Íslendingaslag - Kolbeinn í tapliði
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Guðrún Arnardóttir var á sínum stað í byrjunarliði Rosengård sem tók á móti Íslendingaliði Örebro í efstu deild sænska boltans í kvöld.

Rosengard er langbesta lið sænska boltans í ár og vann 4-0 sigur gegn Örebro, þar sem Guðrún skoraði þriðja mark leiksins. Þetta er annað mark Guðrúnar í tólf leikjum á deildartímabilinu.

Katla María Þórðardóttir og Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir voru báðar í byrjunarliðinu hjá Örebro á meðan Bergþóra Sól Ásmundsdóttir sat á bekknum allan leikinn.

Rosengard er með fullt hús stiga eftir 12 umferðir og markatöluna 49-2. Häcken er í öðru sæti, sjö stigum á eftir.

Þá fór æfingaleikur fram í karlaboltanum þar sem Kolbeinn Þórðarson var í byrjunarliðinu hjá Göteborg í 2-0 tapi gegn Lilleström.

Rosengard 4 - 0 Orebro
1-0 M. Kadowaki ('3)
2-0 R. Knaak ('38)
3-0 Guðrún Arnardóttir ('45)
4-0 S. Bredgaard ('54)

Lillestrom 2 - 0 Goteborg
Athugasemdir
banner
banner