Everton ætlar að fá Chukwueze - Man Utd reynir að sannfæra Davies - Arsenal gæti fengið Vlahovic á góðu verði
Brynjar Björn: Ég hætti hérna eftir tímabilið
Óskar Hrafn: Fótbolti er núvitund
Þorsteinn Aron: Þriðja sigurmarkið á þessu tímabili
Rúnar ósáttur við ákvörðun HK: Við reynum að vera heiðarlegir
Ómar: Ekki okkar að kasta honum til þeirra á svona augnabliki
Mathias Præst: Ein mynd skiptir ekki öllu máli
Jökull: Nánast bara eitt lið á vellinum
Dóri Árna: Hvað er í gangi hérna?
Höskuldur um komandi úrslitaleik: Ánægður að við þurfum að sækja sigur
Elfar Árni: Tækifærin verið of fá fyrir minn smekk
Davíð Smári: Létum þá líta út eins og Barcelona árið 2009
Skilur ekki á hvað var dæmt - „Þetta átti að vera mark“
Tufa: Alvöru sigurvegarar standa upp þegar þeir eru kýldir í magann
Segir að Viðar hafi verið í banni - Einungis fengið eitt spjald
Djuric: Ótrúlegasta sem ég hef spilað í
Heimir: Ekkert sérstakt að eiga met sem verður aldrei slegið í því að vera lélegur
Arnar orðlaus: Eiginlega ekki hægt að segja neitt
Sindri Kristinn: Hann setur hann yfirleitt í vinkilinn þannig ég ætlaði að láta mig flakka þar
Jón Þór brjálaður: Er verið að gera grín að okkur?
Gylfi Þór: Það gæti orðið minn síðasti leikur
   fim 20. júní 2024 21:46
Anton Freyr Jónsson
Hemmi Hreiðars: Þetta var til fyrirmyndar
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta var alveg til fyrirmyndar frá A-Ö. Hver einasti sem kom inná, byrjaði og allir sem einn og það sýndi sig út á vellinum, það var rosaleg stemming í liðinu og við syntum varnarskyldunum upp á 10 og það skóp þennan sigur." sagði Hermann Hreiðarsson sáttur eftir 0-3 útisigur á Aftureldingu fyrr í kvöld.


Lestu um leikinn: Afturelding 0 -  3 ÍBV

„Við vissum það að þeir eru góðir á boltanum, þeir eru gríðarlega sterkt lið, skemmtilegt lið og við yrðum að vera sterkir varnarlega og suffera svolítið án bolta en það var þolinmæðisvinna og við skorum gott mark í fyrri hálfleik þannig við þurftum ekki að bæta of miklu í og héldum áfram að sækja hratt á þá og fengum fullt af færum."

Jón Ingason spilaði 45.mínútur í kvöld og fór inn í hálfleikinn á gulu spjaldi og nefndi Hermann Hreiðarsson það að það væri útaf meiðslum í baki.

„Jonni er búin að vera eins og hetja fyrir okkur hérna. Hann var að drepast í bakinu og maður sá að það var hvaleyri í hverju skrefi þannig hann skilaði sínu, 45 mínútur og það var ekki hægt að leggja meira á kallinn og hann fórnaði sér í það allaveganna og tók öflugan þátt í því að leggja grunninn af þessum sigri."

Hvernig lýst Hermanni Hreiðarssyni á byrjunina á mótinu?

„Svipað og maður bjóst við. Það eru allir að reita stigum af hvoru öðrum en það er svona kannski einhver mynd að koma á þetta en við erum ánægðir. Tveir sterkir útisigrar, við eigum Grindavík næst og við höldum áfram á veginum."


Athugasemdir
banner