Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
   fös 24. maí 2024 13:37
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Guardian: Ten Hag verður rekinn
Mynd: EPA
The Guardian greinir frá því í dag að stjórn Manchester United hafi tekið ákvörðun um að reka Erik ten Hag eftir úrslitaleik enska bikarsins á morgun, sama hvernig leikurinn fer.

Manchester United endaði í 8. sæti úrvalsdeildarinnar á tímabilinu og mun ekki spila í Evrópu á næsta tímabili í fyrsta sinn í áratug ef liðið vinnur ekki úrslitaleikinn á morgun.

Man Utd mætir grönnum sínum Man City á Wembley klukkan 14:00 á morgun.

Samkvæmt veðbönkum eru þessir líklegastir til að taka við United og í þessari röð: Mauricio Pochettino (fyrrum stjóri Chelsea), Kieran McKenna (stjóri Ipswich), Thomas Tuchel (fyrrum stjóri Bayern Munchen), Roberto De Zerbi (fyrrum stjóri Brighton) og Gareth Southghate (þjálfari enska landsliðsins). Næstur á eftir er svo Thomas Frank (stjóri Brentford).

Athugasemdir
banner
banner
banner